Á kaffihúsi sitja ónefndir aðilar. Þeir eru nýkomnir af aðalfundi samtaka iðnaðarins.
<Ónefndur 1>: Ég verð nú að segja að fundurinn í fyrra höfðaði meira til mín, en nýafstaðinn fundur.
<Ónefndur 3>: Já, mér fannst spíkerinn ekki tala nógu mikið um lausnina. Hann var alltof fastur í vandamálinu.
<Ónefndur 2>: Sko, það er þannig að þeir sem eru nýkomnir með félagsskirteini í samtökum iðnaðarins, þurfa að heyra eitthvað um lausnina!
<Ónefndur 4>: Já, algerlega.
Ónefndur 5, tekur undir með að kinka kolli sínum. Þjónninn kemur að borðinu. Ónefndur 1, 3, 4, og 5 vilja bara vatnsglas. Ónefndur 2 pantar sér einfaldan kaffi latte.
<Ónefndur 1>: Þetta er einmitt heila málið. Ég veit fyrir mína parta, hefði ég verið nýgenginn í samtökin, og ég hefði setið þennan fund. Ég hefði skilað inn félagsskirteininu umsvifalaust. Og hvar væri ég þá????
Ónefndur 1, fórnar höndum til himins og hlær tilgerðalega.
<Ónefndur 3>: En hvað er að frétta af honum Dúdda? Ég hef ekki séð hann lengi á fundum. Er hann alveg hættur að treysta guði????
<Ónefndur 1>: Blessaður vertu maður, hann Dúddi nær þessu aldrei. Hann Dúddi getur ekki eða vill ekki gefa sig algerlega á vald guðs.
<Ónefndur 4>: Já, hann Dúddi er annaðhvort á leiðinni á fyllerí, eða hann er að berja eða nauðga einhverjum. Annað kemur ekki til greina!!!
Ónefndur 1, horfir með einlægum Bambi svip á félaga sína.
<Ónefndur 1>: Ef ég hætti að treysta guði, þá liði nú ekki á löngu áður en ég væri farinn að berja á mínum nánustu.
Þessi ummæli vekja tafarlaust kátínu, sem verður til þess að allir skríkja þeir af gleði.
<Ónefndur 5>: Ég er farinn að skilja bókina á allt annan máta eftir að ég fór að mæta á Hjallabrekkufundina. Vitiði, þeir segja þar að þeir sem ekki fara Hjallabrekkuleiðina, að þeir komi aldrei til með að vita hver kjarninn í prógramminu er.
<Ónefndur 1>: Ég hef nú heyrt að þessi Hjallabrekkuleið, sé byggð á Colarado aðferðinni, sem komst í móð um og upp úr 1980.
<Ónefndur 2>: Leggja þeir sem fara Hjallabrekkuleiðina mikið upp úr 10, 11, og 12???
<Ónefndur 5>: Nei, en 1,2 og 3 er gert á heilu ári. Enda hornsteinn alls þess sem koma skal.
<Ónefndur 2>: Ég er að nota Hólmagarðaleiðina, sem er byggð á St. Louis aðferðafræðinni. Þið vitið, aðferðin sem Graham Longshot fann upp.
<Ónefndur 5>: Graham Longshot er alger fáviti. Hann stundaði þrettándu reglugerðina stíft í mörg ár.
<Ónefndur 2>: Hann gerði það ekki neitt. Hann var alveg eins klettur í heimadeild sinni. Alltaf í kaffiþjónustu. Sat alltaf á sama stað. Sérstaklega vel af guði gerður.
<Ónefndur 5>: Ég þekki nú hana Kathy Bum Bum, er með hana á msn. Hún segir að Graham sé fokking fáviti. Hann hafi ekki einu sinni lesið bókina.
<Ónefndur 1>: Hey, slakið á. Við erum öll börn guðs.
Ónefndur 2, kreppir hnefana. En nær með hjálp guðs að róa sig niður. Hann tuldrar með sjálfum sér, Guð gefi mér æðruleysi…..
<Ónefndur 1>: Jæja, það er best að koma sér heim til kærustunnar.
<Ónefndur 5>: Ertu kominn með kærustu??
<Ónefndur 1>: Já, eina 17 ára. Alveg frábær persónuleiki. Æðislegan tónlistarsmekk. Mjög þroskuð miðað við aldur. Hún er kominn með 6 mánuði.
Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri.