Hann er einn tittlingur

Ég var staddur á kaffihúsi um daginn, að fá mér molasopa. Mér finnst gott að fá mér molasopa, einstaka sinnum. Þó svo slíkar uppákomur reynist offitusjúklingi eins og mér erfiðar, ef ekki stórhættulegar.

Á borði ekki svo langt í burtu sátu tvær ungar konur í blóma lífs síns. Þær voru ekki búnar að sitja þar lengi, þegar hjá þeim settist stálpaður karlmaður. Hann bar sig mannalega, og að mér virtist vera að segja eitthvað sem umbyltir nútíma lifnaðarháttum. Ég fylgdist með þeim, þar sem ekkert spennandi var að gerast á mínu borði.

Ég geri þetta reyndar oft þegar ég sit á kaffihúsum, sökum þess hversu gott það er að týna sér í öðru fólki. Ég þarf þá ekki að velta því fyrir mér hvers vegna %!#&%”!#$!#, eða hvað __________ gangi til. Allavega ekki rétt á meðan.

Eftir að hafa fylgst með manninum drykklanga stund, tók ég eftir því að hann hafði mætt þarna til að funda með þessum konum með tittlinginn á sér með í för.

Þegar ég var unglingur vann ég með gömlum karli, sem hafði það fyrir venju að tala illa um velflesta. Hann var alveg yndislegur. Hann átti það til, þegar kvennaflagarar voru annars vegar, að segja sisona, “Gúndi grafa!! Hann er ekkert nema tittlingurinn.”, eða “Hann Sverrir, hann er einn tittlingur”.

Síðan ég gerði þessa uppgögvun, hef ég orðið þess áskynja að það er nokkuð algengt að karlmenn mæti með tittlinginn á sér á mannamót.

Oft flækist tittlingurinn fyrir, eða þá verður hann hluti af samskiptunum, rétt eins og lífvera sem lifir sjálfstæðu lífi.

Ég hef ákveðið að fara aldrei aftur á mannamót.

7 thoughts on “Hann er einn tittlingur”

 1. í tilefni páskaeggja páska skelli ég málshætti hér a þig

  Oft er limurinn besti vinurinn.. 🙂

 2. Ég ætla að gera þessa speki að minni.

  Hafi svo einhvern tímann verið ástæða til að slá mig af, þá er það núna.

 3. Ég er þeim vanköntum gæddur að þurfa að dröslast með kynfærin á mér hvert sem ég fer og hefur það enn ekki komið mér í teljandi vandræði …. en ég er auðvitað snillingur og kannski ekki hægt fyrir meðalmenn að taka mið af mér!

  Á mannamót ferðu góurinn við fyrsta tækifæri með tittlinginn eða ekki það vitum við báðir tveir!

 4. Það er ekki það sama að hafa áföst kynfæri innan klæða, eins og við flest þurfum að gera alla daga, og að mæta á mannamót með tittlinginn á sér. Pétur, ég hefði haldið að ÞÚ af öllum mönnum vissir þetta.

 5. Það er gott að hafa tyttling…alveg reglulega gott Siggi…prófaðu að hafa hann með þér, það er engin synd.

 6. Hvað ég varð fegin því fyrir hönd alls mannkyns að þú ætlir aldrei aftur að láta sjá þig á mannamótum, hve lífið allt verður skemmtilegra að þurfa ekki að eiga það á hættu að rekast á þig á mannamótum, æ nú geispaði ég

 7. Farðu að sofa Ágúst! En í guðs bænum, mættu ekki með tittlinginn á þér í vinnuna á morgun.

Comments are closed.