Nasa

Ég skil ekki í því að ég fari ekki oftar á skemmtistaði, þegar ég fæ tækifæri til að hitta alveg sérstaklega leiðinlegt sauðdrukkið fólk úr fortíð minni. Í gær fór ég að sjá hana Kristin mína Hersch. Með mér í för var týpa, sem hafði fyrir slysni hellt heilum stauk af patchouli olíu yfir sig. Nasa var sneysafullur af týpum, í týpufatnaði með þykk týpugleraugu.
Ég passaði mig sérstaklega á að horfa ekki í augun á einum einasta manni. Ég var að sjálfsögðu líka vopnaður, ef ske kynni að einhver færi að tala við mig.

Blonde Redhead voru einnig með tónleika, og þegar þeir voru hálfnaðir, birtist fyrir framan mig akfeit kona. Hún nálgaðist með andlitið á sér, og horfði í augun á mér. Ég greip þéttingfast um vopnið mitt, ef til þess kæmi að hún annað hvort faðmaði mig, eða kyssti mig. Ég hörfaði undan henni. Ég þóttist í fyrstu ekki þekkja hana, þar sem ég virti hana fyrir mér. En ég mundi eftir henni. Hún vék ekki og að lokum þóttist ég uppgögva hver hún væri, þá reyndi ég að brosa, en ég fann að það bros leystist upp í óviðráðanlegar geiflur. Þá hugsaði ég sem og oft áður um dauðann og hvað það væri nú gott að vera bara dauður.

Hún röflaði einhverja steypu, sem hljómaði eins og 4 rása segulband spilað of hægt. Hún að lokum fór að sinna eiginmanni sínum, sem að mér skilst keyrir fóðurbíl. Þau eyddu það sem eftir var af tónleikunum í að vera öllum nærstöddum til ama og leiðinda.

Þetta er gallinn við Ísland, maður er alltaf að rekast á einhvern sem maður vill helst aldrei sjá aftur.

5 thoughts on “Nasa”

  1. Nú ert þú hvorki með pachouli né gleraugu en nærð samt að vera það sem ég myndi kalla “Týpa”…
    Ég þarf að taka þig í kennslustund í að sýna fólki sem þessari fullu kellingu þarna einskæran dónaskap sem gerir undantekningalaust að verkum að það verður frá að víkja af einskærri móðgun.

  2. Sigurður þarf ekkert námskeið í dónaskap. Hann kennir dónaskap í endurmenntunarbatteríi aflóga kúkalabba. Þeir kalla hann “Meistari”.

  3. Djöfull er ég fegin að einhver þorir að blogga um fituhlussur og fituhjassa. Þetta hefur lengi pirrað mig en ég þori ekkert að segja jafnvel þó offita sé meira og dýrara vandamál en t.d. reykingar. Það er hvergi þverfótað fyrir supersæsd fólki og stundum þarf ég að hætta við að gera það sem mig langar eða þarf vegna þess að ég kemst ekki áfram fyrir þeim. Svona fólk á að borga alls staðar tvöfalt. We don´t want any fat people.

    Þú byrjaðir! Þú lést mig skrifa þetta!

Comments are closed.