Að eilífu ungur

[media id=232 width=520 height=400]

Það sem af er þessu ári hefur mér þótt ósköp leiðinlegt að vera til. Ég hef meira og minna verið lasinn og því frekar dapur. Hér í Danmörk djöfulsins er skítkalt, dimmt og napurlegt. Danir þurfa ekki mikið annað en að opna munninn og tala dönsku til að vera leiðinlegir. Ég hef þó hitt dani sem ekki hafa sagt neitt, heldur bara brosað. Það er töfrum líkast hvað bros getur gert. Innflytjendur frá Arabalöndum og Afríku eru líka langflestir drepleiðinlegir. Drungalegir, tortryggnir, óvinsamlegir og stundum sóðalegir. Vel nærðar arabakonur vagga um göturnar í fullum skrúða, sumar það vel búnar að aðeins sést í augun á þeim. Aumingja konurnar, hugsa ég með sjálfum mér. Aumingja allt trúaða fólkið sem elst upp í einhverjum fyrirfram ákveðnum hugmyndum um hvernig heimurinn virkar. Búið að ræna því þessu einstaka tækifæri sem hver lifandi manneskja hefur til að kanna sjálf leyndardóma og mögulegan tilgang lífssins. Þessi tilvera sem reynist undarlegri en nokkur Lost þáttur.

Svona er þankagangur minn, en sorg mín yfir örlögum mannsins vex töluvert þegar ég er lasinn og illa á mig kominn. Þá er gott að gera eitthvað sem mögulega gleður hjartað, eins og að rifja upp ömurleg unglingsárin, sem er einmitt ástæðan fyrir því að þetta lag er hér að ofan: Forever young með Alphaville, en það var feykivinsælt þegar ég var unglingur. Í það minnsta stendur það eftir sem eitt af mínum uppáhalds eitíslögum.

Mikið vorkenni ég annars unglingum. Unglingsárin mín hófust reyndar hér í Danmörku. Sumarið 1985 dvaldi ég hér með systur minni og frænda. Þetta sumarið urðu á mér líkamlegar breytingar sem ég hefði helst viljað sleppa við. Ég fór úr því að vera krakki yfir í að vera kynvera. Fólk breyttist gagnvart mér og samskipti urðu afar einkennileg. Ég er enn kynvera, en ég get satt best að segja ekki beðið eftir ég umbreytist úr kynveru yfir í gamalmenni. Ef þessi leiðindi eru tekin úr jöfnunni, er ég viss um að öll samskipti við meðbræður mína verði mun fágaðri en þau eru dæmd til að vera í dag.

Hvert var ég kominn? Jú, ég var unglingur í Danmörku; einn af betri tímum sem ég hef lifað. Ég fór í sleik við einhverja stúlku frá Tyrklandi. Ég hafði aldrei farið í almennilegan sleik. Ég sá Purple Rain og þótti hún mergjuð. Drakk bjór og fann á mér. Heyrði fyrst um AIDS. Kynntist frábærum manni, vini systur minnar, sem átti eftir að deyja úr þessum sjúkdómi sem enginn vissi neitt um. Systir hans, varð 12 árum eftir þetta barnsmóðir mín. Skrítið er þetta líf.

Meira ætla ég ekki að skrifa um unglingsárin mín. Ég á þó mjög líklega eftir að skrifa meira um nágrennið sem ég bý í. Það er meira en lítið undarlegt.

One thought on “Að eilífu ungur”

  1. Mér finnst hann hálf krípí þessi söngvari. Kannski geturðu látið saga af þér kynveruna eins og óæskilegan útlim? Þú veist -eins og maðurinn sem hatar á sér löppina.

Comments are closed.