Kjörklefakúkarinn

Mörgum þótti litla stúlkan með hattinn krúttíleg þegar hún girti niður um sig buxurnar og kúkaði einum af þeim fallegasta kúk sem kúkað hefur verið sunnan Hringbrautar. Ég veit ekki fyrir víst afhverju ég er að hugsa um hana. Líklega vegna þess að ég hef áhuga á hvernig fólk – ég þar með talinn – breytist með árunum.

Ég átti einu sinni kærustu sem var mikil hippi og hugsjónamanneskja. Er hún nálgaðist þrítugt var hún komin í nákvæmlega sama kassann og hún formælti á þeim árum þegar hún var hugsandi yngismey. Flestir af 68 kynslóðinni, einni mestu byltingarkynslóð allra tíma, hreiðruðu um sig í sama andskotans kassanum. Hugsjónirnar viku fyrir keppni um nýja eldhúsinnréttingu, árlegri fyllerísferð til heitari landa og fleira í þeim dúr.

En þó litli krúttlegi kjörklefakúkarinn héldi í sínar hugsjónir næstu 20 árin og mundi halda áfram að kúka í kjörklefa þar til hún er langt komin á fimmtugsaldurinn, mun engum þykja hún krúttleg lengur, sama hversu fagurlega formaðar hægðir hún skilur eftir sig. Hvað getur hún gert? Farið á þing? Opnað reykelsisbúð? – detox miðstöð?

Á árunum milli tvítugs og þrítugs finnst manni nánast allt mögulegt. Þetta eru árin þar sem frjóasta hugsunin á sér stað. Hvað gerist eftir það skil ég ekki. Það er engu líkara en eitthvað drepist innra með fólki. Eins og það gefist upp þegar það er komið á fertugsaldurinn og sættir sig við stritið svo lengi sem þeir hafa sjónvarp og snakk til að maula á.

Flestir fara sofandi í gegnum lífið.

4 thoughts on “Kjörklefakúkarinn”

  1. people tend to start repeating behaviors in their 30s, and if they keep it up through their 40s, then it will be a lifetime thing. But between 30 and 40 we can still weed out a few.

  2. Í hausnum mínum syng ég kjörklefakúkarinn við lag Megasar Krókódílamaðurinn. Mjög hressandi.

  3. Er ný-orðin 39. Ekki enn kominn í kassa, af neinu tagi. Þetta er hægt, en auðvitað þarf að vera soldið meðvitaður um að detta ekki inní helvítis sjónvarpsgláp sökum andleysis. Takk fyrir þarfa ábendingu í blogginu þínu. Er sannfærð um að ef ég verð enn utan allra þjónustusvæða og ramma þegar ég næ hinum merka árangri 40 árum í janúar 2011 mun ég hólpin verða.

  4. ef þú hefðir bara heyrt eldræðuna sem ég hélt um svipað málefni í gærkveld…..

Comments are closed.