Áreynsla

Sumt fólk þarf að leggja töluvert á sig til að vera almennilegt. Margir sækja tildæmis þartilgerða fundi til að sporna við dusilmenninu í sjálfu sér. Þar má heyra fólk tala roggið um að ef það sæki ekki fundina, þá verði það illt inn að beini á mjög skömmum tíma. Má þá ganga út frá því vísu að það sé fallega þenkjandi svo fremi sem það viðheldur fundasókninni. En svo eru aðrir sem eru bara ósköp vel meinandi og góðir í grunninn og þurfa ekki að sækja í nein félagasamtök til að læra að gera sér upp góðmennsku.

Vel á minnst. Fyrir utan nokkrar maltflöskur, þá hef ég verið til fyrirmyndar á öllum sviðum mannlífsins í átta ár.

19 thoughts on “Áreynsla”

  1. Til fyrirmyndar? Hvað með rækjusalatið? Skrúfað upp í ofnunum og rækjusalatinu makað …

    ?

    Ég verð að fletta upp orðasambandinu “til fyrirmyndar” við tækifæri.

  2. Sjálfhverfa skepnan sem ég er, gleymdi að óska þér til hamingju með afmælið!

    Til hamingju með afmælið, Sigurður Þorfinnur.

    P.S.Eru ekki til nein samtök fyrir fólk með 12 spora óþol?

    Ég var að telja saman þá sem ég þekki sem hafi þrammað þessi spor(uppá punkt og kommu skv. eigin meiningu)en enginn hefur séð ástæðu til að biðja mig afsökunar á yfirgangi sínum og meiðingum til sálar og jafnvel líkama.

    En svo er þessi skemmtilegi “disclaimer” eins og í öllum almennilegum samningum: ,,…svo fremi að það særi engan´´.

    Ég legg stund á 10.000 spora kerfið þar sem ég geng a.m.k.10.000 skref(með göngumæli)á degi hverjum og vona að það nægi til að draga úr geðvonsku og -sveiflum sem gera mér og mínum lífið leitt.

  3. Æ æ, aumingja Linda María. Það eru ALLIR svo vondir við hana. Þeir eru m.a.s. SVO vondir við hana að hún verður BETRI en vondu mennirnir en aldrei nema jafn góð og hinir.

  4. Reynið nú að haga ykkur eins og þið hafið raunverulega náð einhverjum árangri. Þið megið ekki koma upp um ykkur.

  5. Já þetta er líka rosa flott miðað við hvað þú hefur rosa oft verið rosa tæpur. Alveg á brúnni eins og maður segir.

  6. Sigurður minn. Til hamingju með þennan prýðilega árangur, þú prýðilegi maður. Fyrir utan dansinn sem þú tókst klukkan 02.00 aðfaranótt laugardagsins síðastliðnn hef ég aldrei orðið vitni að neinu vafasömu frá þinni hendi.
    Ég vona að ég verði jafn prýðileg og þú eftir 2 ár.

  7. Til lukku… með óendalegu-töluna.. eftir 8 verður allt loksins gott

  8. Meistari, Til hamingju með 8 árin, og geislabauginn sem þú hefur fengið í kjölfarið á því að kynnast öllu þessu 12 spora fólki 🙂

    Þú veist það Meistari, að þú getur alveg hætt að gera þér upp góðmennsku, við vitum öll hvurslags öðling þú hefur að geyma.

    Þetta með rækjusalatið er eini gallinn á gjöf Njarðar 🙂 eða þannig.

  9. Til hamingju.

    Dettíða fá sér að ríða?!?!? Er það ekki málið þegar áfanga er náð?

Comments are closed.