Ástsýki, kjaftasögur og gluggagægir nútímans

Fátt gleður andstyggðina í mér meira en krassandi kjaftasaga um fallvaltleik ástarinnar, sérstaklega ef hún kemur mér reglulega á óvart. Kjaftasaga af þeirri tegund, þar sem annar aðilinn verður uppvís af ófyrirsjáanlegri kynlífshegðan. Svosem eins og að klæða sig í bleyju, eða vera meiri dýraunnandi en gengur og gerist hjá fólki uppalið í borg. Þegar ég heyri af slíku, kætist ég meira en ég þori að viðurkenna. Ég tala nú ekki um ef slúðrið inniheldur örlítið af ljóðrænu réttlæti. Drottinn minn dýri. Ekkert er skemmtilegra í tilverunni, en þegar einhver, sem unnið hefur til þess, fær makleg málagjöld. Það elska allir, þó svo að þeir gefi sig út fyrir að vera yfir það hafnir(það vantar ekki alhæfingarnar á þennan vef).

Með tilkomu fésbókarinnar er nú hægt að fylgjast betur með tilhugalífi náungans, en áður. Ein stúlka á mínum vinalista, hefur skipt um næturgagn 6 sinnum á frekar stuttum tíma, og ekki er annað að sjá en að hún sé alltaf jafn ástfanginn, ef eitthvað er að marka yfirlýsingar hennar, og myndir af henni knúsandi nýtilkominn kærasta. Jú, ég viðurkenni að það er frekar sorglegt af einsetumanni á fertugsaldri, að velta sér upp úr lífi annarra. En ég ræð ekki við mig. Ég elska það. Fésbók er líka fyrirtaks vettfangur fyrir annars vegar fólk með strípiþörf, og hinsvegar gluggatjaldapervert eins og mig.

Og ekki er nú minna skemmtilegt að fylgjast með ástinni á bloggsíðum. Bloggskrifari byrjar með einhverjum, verður ægilega ástfanginn, skrifar ástsjúkar færslur, birtir myndir af sjálfum sér, opinmynntur, með fjarrænt augnaráð, ullandi upp í viðkomandi. Svo eftir einhverjar vikur, stundum mánuði, er allt búið. Færslurnar eru jafnvel látnar hverfa. Svo líður og bíður, þangað til sama saga endurtekur sig. Ástsjúkur undirritaður hefur sjálfur birt myndir af sér, í þessu hættulega ölvunarástandi.

Eitthvað segir mér að afstaða mín til þessara mála, eigi eftir að koma í hausinn á mér.

13 thoughts on “Ástsýki, kjaftasögur og gluggagægir nútímans”

 1. Ég held þú myndir læra meira á að skipta sjálfur um kærustur mánaðarlega en að skemmta þér yfir öðrum gera það sama…..

 2. Þú værir kannski vís með að segja mér hvaða lærdóm ég gæti dregið af að skipta um kærustu á mánaðarfresti? Þú verður að afsaka þó ég spyrji svona barnalega Pétur, en ég er svo illa að mér þegar kemur að því að verka kellingar.

 3. í versta falli myndiru enda á að finna eina sem elskar þig nákvæmlega eins og þú ert?
  nú eða komast að því að konur eru bara tómt vesen og mun betra að búa einn í piparkökuhúsi?

 4. Gleðileg jól Siggi minn! Hafðu það gott yfir hátíðarnar! Satt hjá þér með fésbók, þetta er bara til þess að svala forvitni manns um einkalíf annarra, loksins kom eitthvað svoleiðis, hjúkk! Mér líður svo vel með það að geta hagað mér eins og nokkuð normal manneskja út í bæ og setið svo og gramsað í einkalífi annarra á fésbók. Hvað er annað hægt að gera þarna?

 5. Ég ætla að leyfa mér að vitna í eina af mínum eftirlætismyndum, Rules Of Attraction:

  Sean Bateman: Lauren I want to know you
  Lauren: What does that mean know me, know me, nobody ever knows anybody else, ever! You will never know me.

  Gleðileg jól Þórunn, og hafðu það sömuleiðis gott.

 6. Ef þetta er þín nálgun á hitt kynið þá skal mig ekki undra að þú sérst einhleypur:)

  Eigðu annars gleðileg jól!

 7. Ég vil minna viðstadda á að konur eru ekki verðlaun sem karlar vinna sér inn með góðri hegðun.

 8. Þetta er kanski ástæðan fyrir því að ég er ekki á fésbók, og þarf þar af leiðandi ekki að útlista mína afbrigðilegu kynhegðun, ha ha ha. Held bara áfram að kúka í skólatöskur nemenda, og enginn veit hver það er…..

 9. Samkvæmt virðulegum rannsóknum sem eru gerðar af ægilega höfuðstórum, gráhærðum, stríðhærðum mönnum með kámug gleraugu þá eru konur einmitt verðlaun sem karlmenn vinna fyrir slæma hegðun en ekki góða. Nokkurs konar skammarverðlaun.

 10. Já, þetta er allt mjög skemmtilegt en skemmtilegra þykir mér samt að fylgjast með úfnum hugusnum biturs einsetumanns í piparkökuhúsi sem þyrfti eiginlega fá sér kærustu í svona viku sirka. Og svo aðra… rétt til að rétta sig af. Eða einfaldlega gefa skít í þetta allt, meika steitment og ganga í klaustur.

  En hvað segirðu? Dýr? Bleyja?

 11. …svo gætirðu prófað kærasta. Svona upp á djókið og til að aðrir fengju eitthvað að skoða á Facebook. Kærasta með bleyju jafnvel?

Comments are closed.