Tilkynningaskyldan

Klukkan er 22:07 að kvöldi Þorláks. Nú klæði ég mig í úlpu og held út í illviðrið í þeim tilgangi einum að kaupa súkkulaðibitasmákökur í 10/11 versluninni á Eggertsgötu. Svona er þetta oft. Ég bara ræð ekki við mig.

19 thoughts on “Tilkynningaskyldan”

 1. Og núna hálftíma síðar, er ég búinn með næstum alla dolluna. Já, já, það held ég nú.

 2. Verði þér að góðu Siggi minn
  Ég kom með stóran kassa af Anton Berg með mér hingað á klakann. Þú kannski hjálpar mér að gera honum skil einhvern tímann yfir hátíðirnar? Ég er hinsvegar búinn að éta ókjör af ýsu síðan ég kom.
  Alltaf sama góða veðrið hér.

  kv.

  PTR

 3. Klukkan er 12:32 á aðfangadag, og ég er búinn að kúka syndum gærdagsins í klósettið. Gleðileg jól!

 4. Hvort sem það er tilviljun eður ei finn ég hér sterka tilvísun í lokauppgjörið í Once Upon a Time in America þar sem klukkan kemur mjög við sögu. Gleðileg jól!

 5. PTR er Fostradamus, og Steini Bjarna er Þorsteinn Óttar. Á nýju ári held ég áfram að vita ekki hver ég er.

  Já, PTR! Anton Berg á línuna!

 6. Þetta er snilld! Auðvitað eiga allir að velja sér hugtök úr DNS. Héðan í frá mun ég bara vera A

 7. Þú hefur aldrei verið neitt annað en CNAME og þú Steini Bjarni, ert búinn að fá nóg af bjór og Tindavodka!

 8. Huhh, Þú, S. Þorfinnur, þykist þú vera eitthvað DNAME? Ég veit nú ekki betur en sért rétt svo SIG. Þú nærð því nú ekki einusinna að vera RRSIG.

 9. Hver er þessi A?
  Ég er alltaf A!

  Sigurður ég vil enga búlimíutakta í gamlársboðinu, þá getur þú haldið þig fjarri!

 10. Ég get líka verið AAAA ef þú sættir þig við að vera bara 32-bita

 11. Já, gleðileg jól Allý. Ég skal skilja búlemíuna eftir heima ef þú nærð með einhverju móti að halda aftur af þeim fjölda af villingum sem manna multiple personality disorder-ið þitt.

Comments are closed.