Baba Ghannouj uppskrift

Baba Ghannouj er mikið gúmmilaði og alveg sérstaklega einfalt að búa það til.
Það er sérstaklega gott með falafel salati og hummus. Einnig er það prýðilegt sem ídýfa með tildæmis nanó eða pítu brauð. Þetta er eitt af því sem ég borðaði töluvert af þegar ég var að skrönglast í Ísrael. Vinsæl matargerðí Ísrael er meira og minna komin frá aröbunum. Þess ber að geta það heyrir til undantekninga ef maður kemur auga á fituklumpa þarna niður frá.

4 – Bónussamsteypustærð af eggaldin.
3 – límón ávextir
3 – meðalstór hvítlauksrif
2-3 tsk – salt
3 msk – af þurri steinselju(lífrænt
ræktuð frá Helios) eða 1 stk
steinselja.
4-5 msk – Tahini

Setja í matvinnsluvél hvítlaukana og límón ávextina. Ég
þarf vart að taka það fram límón ávextina þarf að skera hýðið af. Blanda þessu saman þangað til úr verður þykkur grænn safi.

Hita ofn upp í 230 gráður. Eða hvað hann kemst í. Ég er með gamla og rómantíska Rafha eldavél frá sjöunda áratugnum. Skera laufin af eggplöntunum, en ekki toppinn.

Setja eggaldin inn í ofninn og baka í c.a 10-15 mínútur eða þangað til þau eru orðin eilítið brúnleit og mjúk.

Kæla þau aðeins niður.

Týna skinnið af eggplöntunum varlega og fleygja þeim í matvinnsluvél.
Hræra í tætlur, bæta svo út í öllu límón gumsinu og salti.

Að lokum er sett saman við tahini og því hrært með matvinnsluvélinni. Liturinn á
gúmmilaðinu verður tölvert meira aðlaðandi við þetta.

Bættu út í steinseljunni og hrærðu þangað til hún er orðin vel dreifð.

3 thoughts on “Baba Ghannouj uppskrift”

  1. Hvernig væri að bjóða dyggum lesendum þínum í þennan gómsæta rétt.

    Ég gæti alveg hugsað mér Baba Ghannouj og kannski MV líka.

Comments are closed.