Mempiss

Undantekningalaust þegar ég flýg milli landa fer ég að hugsa um hitt og þetta sem getur farið úrskeiðis meðan á flugferðinni stendur. Ég er ekki haldinn svokallaðri Aviophobia/Aviatophobia. Ég er síður en svo hræddur í flugvél. En ég læt ímyndunarafl mitt hlaupa gersamlega með mig í gönur. Í flugtaki sé ég fyrir mér þar sem vélin rifnar í tvennt og maðurinn í röðinni fyrir framan mig missir hausinn eða tvístrast og útbíar í allar áttir. Eða þá að annar vængurinn springi í tætlur á miðju atlandshafinu og vélin steypist í sjóinn. Þannig er mál með vexti að ég er á útleið enn og aftur. Árleg ferð mín til Ameríku, nema þá að þessi verður farin í allt öðrum tilgangi en þær fyrri. Ég er nefnilega að fara að heimsækja góðvin minn hann Rúnar, sem býr í Mempiss ásamt kvonfangi sínu henni ME. Ég ætla að fá mér Elvis breakfast sem samanstendur af hamborgara, frönskum og hálfu valium glasi og svo ætla ég að fá mér sundsprett í Mississippi ánni. Guð, hvað ég hlakka til. Ég iða bara allur til og frá, rétt eins og krakkaskratti sem hefur innbyrgt of mikinn sykur.

2 thoughts on “Mempiss”

  1. Minntu mig á að sitja aldrei, aldrei fyrir framan þig í flugvél

  2. Var það ekki þannig sem Jeff Bucley drukknaði í Missisippi? Hann fór í sund belgfullur af valium og hamborgurum

Comments are closed.