Bíddu pabbi, bíddu mín

delicatessen1.jpgÞað leiðinlegasta sem ég veit er að hlusta á nágranna mína skrönglast. Nágrannar mínir hér á Óðinsgötu leggja svo sem ekki oft kapp á þessa iðju, en þá sjaldan sem þeir lyfta sér upp þarf ég að hlusta á það. Verð ég þó að segja að ég hef haft nágranna sem hafa staðið sig mun betur en þeir sem búa hér á hæðinni fyrir ofan mig.

Ungt og bólugrafið, virðast ekki finna hjá sér þörf til að gera nokkurn skapaðan hlut nema undir áhrifum áfengis. Þannig að hér er ekki riðið, nema fólk sé froðufellandi af áfengisneyslu. Án undantekninga á kynlífsathöfnin sér stað undir morgun eftir að skemmtistöðum hefur verið lokað og má segja að hún standi yfir allt alltof lengi. Það er nú einu sinni staðreynd, að þegar áfengi er með í spilinu getur unglingurinn nánast haldið áfram endalaust að því gefnu að áfengið hamli ekki blóðflæði til neðri byggða.
Í tilfelli unglinganna hér á efri hæðinni, er hægt að merkja meiri tilþrif og tilfinningar þegar fótbolti er í sjónvarpinu, en þegar ástarleikir eru leiknir. Hljómar athöfnin eins og verið sé að færa húsgögn úr stað, meðan róninn dinglandi með prjóninn kreistir ósynda gúmmíönd. Er síðan verið að bögglast við þetta þangað til annað hvort eða bæði sofna vegna óbærilegra leiðinda.

Ég hinsvegar sofna ekki svo glatt aftur, og neyðist til að fara á fætur sem er án efa eitt af því versta sem ég geri yfir allan daginn. Já, blessuðu ungmennin. Frammistaða þeirra er ekki svipur hjá sjón við hliðina á óbilandi orku nágranna minna á laugaveginum. Já, þau kunnu sko til verka.

Ég þarf að þola allskonar ófögnuð í boði nágranna minna. Ég þarf sem betur fer ekki að hlusta á konuna hér við hliðina á mér eðla sig. Ég reyndar verð hennar aldrei var, nema þegar hún fær sér í litlu tánna, þá tekur hún við sér og til að tjá gleði sína spilar hún hinn svellkalda klassíska slagara Gvendur á Eyrinni.
Nú, eins og allir sem til þekkja, þá er Gvendur á Eyrinni eitt það almesta stuðlag sem samið hefur verið, og má ég hafa mig allan við til að fara ekki bara sjálfur á fyllerí þegar ég heyri þessa óbilandi gleði smjúga í gegnum 50 cm þykkan steinsteypuvegginn.
Þar með er tónlistarsmekkur hennar ekki rakinn, því hún á fleiri diska; eins og diskinn með Bjartmari Guðlaugs, svo ekki sé á minnst The Best of Vilhjámur Vilhjálmsson. Ekki misskilja mig. Tónlistin sem Vilhjálmur Vilhjálmsson spilaði og söng, er órjúfanlegur hluti af því að vera íslendingur, en eftir að ég sá börn á Austurvelli hlaupa undan róna með ghettoblaster sér við öxl spilandi lagið “Bíddu pabbi, bíddu mín” hef ég haft mjög blendnar tilfinningar gagnvart því lagi.

Hjörtu okkar hér í hverfinu slá síður en svo í takt.

Ég hlakka til að fá saxafóninn til landsins, því minn kall er kominn í hefndarhug, og ég þarf ekki að vera fullur til að spila músik, svo mikið er víst.

17 thoughts on “Bíddu pabbi, bíddu mín”

  1. ja finnst þer kanski að sjalfstæðisflokkurinn ætti að sja soma sinn i þvi að banna kynlifsathafnir i fjölbyli?

  2. það væri líka hægt að koma því inní refsi löggjöf að kynlífs athafnir undir ahrifum afengis eða annara vímuefna gangist undir hegningarlög sem glæpur gegn mannkyninu varði falgelsis vist upp til 16 ara vegna hættu a þungun alkaholiskra gena fósturs og væri tylkininga skylda nágranna til víkíngasveitar eða syslumanns

    í neiðartilfellum mætti eignig heimila nábúum að taka upp afsagaða haglabyssu og sparka upp dyrum ódæðismanna og skjóta þá þaug eða það í óguðlegum athöfnum sínum sem sjálfsvörn gegn mannkyninu

    ég meina staðan er augljós. Allir þeir sem komið hafa í starfskynningu inna AA fund sja hvurslags eimd og skaði slik uppvaxinn fóstur eru i þjófelaginu og væri einungis héðinshúsið og það sem þar fer fram undir luktum dyrum og utan full ástæða til uppbygginga gasklefa og þjóðernishreinsana

    Ef allir aðrir hefðu fengið afsagaða haglabyssu og stæðu sina vakt i þjóðfelaginu milli þess sem þeir ætu franskar súkkulaði kökur sem fyrirmyndar borgarar ættum við ekki við slik vandamal að stríða

    er það ?

  3. Það er ekki annað að sjá en að ég hafi villst ófyrirséð inn í þitt umdæmi.

  4. ég held þið Magga ættuð nú bara að fara að drekka og skrönglast saman þið mynduð kannski hætta þessu helvítis tuði þá!

  5. Þér er það alveg í sjálfval sett hvort þú lest tuðið mitt, eður ei. Ég hef enga trú á að þessi síða sé harðkóðuð í vafrann þinn sem upphafssíða.

    Svo fullyrði ég að ef mig vantar ráðgjöf í kynlífsmálum, þá annaðhvort kem ég skríðandi til þín eða svarttrast, þið verandi authority í samnorrænum samtökum riðla hérlendis.

  6. hún er gott betur en harðkóðuð í vafrann, hún er lóðuð föst í móðurborðið í skallanum á mér!

  7. Sigurður! Ætlarðu að segja mér það að þú ætlir ekki að leita til MÍN þegar að því kemur að bara VERÐUR að dúndra eitthvað?!?!?

    Ég, sem sérfræðingur í afbrigðilegu kynlífi, verð að segja að það er SKÖMM að þú skulir loka á svona gott TÆKIFÆRI til að tappa af!

  8. Ég er vissum það siggi, að þessir menn sem skrifa hérna komment, hafa allir farið í meðferð í Byrginu.

  9. magnað her er bara 5 kaflinn i sjurkri hnotskurn endurspeiglandi i viðhorfum kvenna og hetju sem standa fram sem andlega helbrygð

    hvernig var þetta enginn pipar a matinn og bara pipar

    þess vegna dæmum við ekki k…. eins ne neins og latum guð um lokadomin

    nema þu off kors

  10. Jesús minn…Sigurður..Það er alveg á hreinu að þegar halda skal ró sinni yfir sumarið að þá verður maður því miður var við það að unglingarnir og fullorðna fólkið sem getur ekki hætt að vera unglingar hedur, munu gleðja okkur með saurlifnaði sínum þangað til það fer að kólna aftur..Því miður Siggi minn…
    En ekki deyja ráðalaus… Næst þegar þú býrð fyrir neðan eða ofan eiitthvað lið sem bara getur ekki hætt að haga sér eins og dýr er eitt sem þú getur gert.
    Prófaðu að blasta einhverii ógeðslegri turn off tónlist dauðans á og gáðu hvort (T.d Boy George, Todmobile, Villi Vill, Diddú eða bara einhverja ógeðslega leiðinlega barnatónlist svo dæmi séu nefnd).

    Ef það virkar ekki geturu alltaf keypt þér harmonikku og spilað nokkur vel valin íslensk lög, með stöðugum endurtekningum…Nú og ef það virkar ekki geturu líka prófað sekkjapípur, jafnvel í pilsinu, fyrir framan hurðina hjá þeim, með banki…

    Og nei, sem betur fer var ég aldrei í Byrginu…

Comments are closed.