Blaðberabíó

[MEDIA=102]

Ég heyrði þetta lag fyrst í blaðberabíói, þegar ég var krakki. Þeir krakkar sem báru út Þjóðviljann heitinn, fengu vikulega senda bíómiða í Regnbogann, þar sem sýndar voru æsispennandi krakkamyndir á borð við Sinbað sæfara, 20.000 League under the sea, Töfragarðinn, ásamt fleiri titlum sem festust mér ekki í minni. Á undan einni sýningunni heyrði ég Life on Mars spilað meðan við krakkarnir vorum að koma okkur fyrir í sætunum. Þótti mér lagið undursamlegt; svo dulúðlegt, hlaðið óskiljanleika lífsins. Ég hef verið um 10 ára aldurinn og vissi ekkert hver David Bowie var.

Lagið kemur svo aftur við sögu 10 árum seinna, þegar ég og snjallasti vinur minn á þeim tíma marineruðum í fjölbreyttu menningargúmmilaði í húsi að Hlíðarvegi 1 í Kópavogi. Húsið var ekki af þessum heimi, enda spilar það helsúra rullu í svokölluðu Dauðatafli, undir videoverk hér til vinstri.

9 thoughts on “Blaðberabíó”

  1. Those were the days… Ég hef komist að því að ég þarf ekki önnur blogg en þig Sigurður minn. Þú gleður hjarta mitt á hverjum degi.

  2. Þetta lag og lúkk mannsins eru með því svalasta sem hefur komið fyrir mannfólkið. Horfðu bara á hann. Meira að segja mest avant trendsetterar 21.aldarinnar eiga ekki roð í’ann.

  3. Takk fyrir þessa nostalgíu, alltaf gaman að rifja upp Gömlu Góðu dagana. Þetta minnir mig á þegar ég var að byrja að drekka, og það eru þónokkur ár síðan það var, en ég ætla ekki að fara þangað að þessu sinni, en takk fyrir að vera til og nenna að gleðja okkur hin með þessari heimasíðu.

  4. Sko…Sigurður!!!!
    Þú þurftir bara að horfa einu sinni á “Ævintýri Sindbaðs sæfara”…ég vorkenni hvorki þér né hinum útburðunum ekki hætishót!

    Ímyndaðu þér hvernig þaða var að þurfa að upplifa þetta 4 x á dag – vikum saman?

    Jú,Sigurður! Ég var sætavísan sem þjáðist í hljóði – meira að segja þegar ég datt afturábak niður tröppurnar á platformskónum – í dauðaþögn á miðri frumsýningu á Morðsögu!

    Því má bæta við að ég lenti illa á Drápuhlíðargrjótinu sem þá var í tízku.

    Það sem 125 sýningar af “Then Man From Hong-Kong” gerðu mér, hefur enginn getað læknaðþ

    Jú, Sigurður, heilsuleysi mitt stafar af þrotlausu áreyti lélegra kvikmynda á mótunarskeiði.

    En hvað David Bowie varðar, þá lagði hann hornsteininn að spandexhelvíti nútímans og ég reyni ekki að setja á mig sanseraðan augnskugga – því það klæðir hann svo miklu betur. Það eina sem kom í veg fyrir að ég hoppaði í hafið þegar ég var unglingur var vissan um það að bráðum kæmi önnur plata frá Bowie og þá yrði allt gott aftur.

    Manstu eftir Jaques Brel slagaranum “Amsterdam” sem DB song – og Young Americans og Heroes og China Doll og…og…og…
    Það var alvöru stardöst Ziggy!!!

  5. Mikið rétt hjá yður yfirburða-Margrét!

    Þarna segja áverkarnir eftir Drápuhlíðargrjótið til sín!

    Og eins og DB sagði í kvæðinu: “…Baby,just you shut your mouth!”

  6. Ég sagði ,,sagði” as in söng – ekki ,,samdi´´.
    Og steinþegiðu svo!

Comments are closed.