Blogg sem ætlar frá A til B, en hoppar yfir B og endar í F

Þegar ég ferðaðist til Akureyrar í nóvember á síðasta ári, fór ég meðal annars á myndlistarsýningu um Jesú Krist Jósefsson. Þar vakti aðeins eitt verk áhuga minn, en það var verk eftir konu sem ég man ekki hvað heitir. Hún hafði, á þeim tíma í tíðarhringnum sem flestar konur halda sér tilbaka og fara ekki á Nasa, notað rottuna á sér sem stensil og stimplað með henni á striga sem þakti heilan vegg. Það er alveg stolið úr mér hvað í lífi Jesú þessar klessur áttu að tákna, en listamanninum tókst ætlunarverk sitt, sem er að skapa umræðu. Umræðu um hvað, er ég ekki viss en leitast við að komast til botns í.

Piss, æla, kúkur og tíðarblóð hafa listamenn löngum notað til að löðrunga listunnandann og vekja hann til vitundar um að hann er bara skepna sem þarf á einhverjum tímapunkti að skila af sér úrgangi. Þetta er ekki eina skiptið sem ég hef séð kúk eða aðra líkamsvessa notaða í listsköpun. Hver man tildæmis ekki eftir frábærum listgjörningi á Kjarvalsstöðum, þar sem listamaðurinn spilaði myndband þar sem hann fór vel að sjálfum sér. En hér endar þetta blogg, sem ég man ekki hvers vegna ég fór að skrifa. Kannski svolítið svipað því að tala, í þeim tilgangi einum að geta hlustað á sjálfan sig.

6 thoughts on “Blogg sem ætlar frá A til B, en hoppar yfir B og endar í F”

 1. Já. Barnið sem þú fílar svo vel dansaði fyrir mig Jesúdansinn áðan meðan ég trekkti upp spiladós. Hann var þannig að hún hljóp í hringi.

  Dont ask me.

 2. hæ.
  veistu hvað drakúla notar fyrir tepoka?
  notaðan túrtappa.

  einu sinni var kall og hann var svo lítill að hann var bara hola.

  einu sinni var annar kall og hann var svo lítill að það var táfýla af hárinu á honum.

  ég efni hér með til lélegra verbúðarbrandara keppni.

  skemmtilegt nafn chittychitty

 3. Ýtti á linkinn og hlustaði á Chitty chitty Bang bang lagið, mikið svakalega fannst mér þessi mynd skemmtileg og óhugnaleg þegar ég var krakki. Var að komast að því að dóttir mín 13 ára hefur aldrei séð hana. Verð að gera eitthvað í því í snatri!

Comments are closed.