Fjöldamorðingjabloggarinn

keyboardÍ nótt dreymdi mig að nafntogaður bloggari væri í raun fjöldamorðingi. Vitanlega féll í minn hlut að stöðva þennan vonda og blóðþyrsta bloggara. Þetta var nú einu sinni minn draumur.
Ég rakti blóði drifna slóð hans frá Reykjavík til Kópavogs í hús sem stendur við Hlíðarveginn. Húsið kemur ítrekað fyrir í draumum mínum. Ég gekk inn fyrir. Innréttingar voru hálkláraðar, milliveggir ófrágengnir, loftið ómálað og verkfæri út um öll gólf. Sá hluti sem vísaði inn í stofuna, var þakinn plasti. Það var lítil lýsing, nánast myrkur.
Ég heyrði þrusk á bak við plastið og vissi samstundis að þetta var drápsmaðurinn. Ég setti mig í stellingar, en áður en ég sjálfur gæti gert árás spratt hann fram og réðist á mig öskrandi með hníf sem ég fann stingast í síðuna. Hann dróg hann út og gerði sig líklegan til stinga mig aftur þegar ég barði hnífinn hetjulega úr hendi hans og sneri hann niður, þar sem ég hélt honum föstum. “Mér þótti nú ósköp skemmtilegt að lesa rætna bloggpistla þína, en aldrei hefði mig grunað að þú værir svona morðóður” sagði ég rétt áður en ég heyrði heimilisköttinn fara þess á leit við mig að ég vaknaði og hleypti honum út.

10 thoughts on “Fjöldamorðingjabloggarinn”

 1. Mig dreymdi einu sinni að læknirinn minn væri geðveikur fjöldamorðingi. Sá hann saxa niður konur hægri vinstri.

 2. Mig dreymdi Lalla Johns í hlutverki atvinnufjöldamorðingja sem sérhæfði sig í litlum börnum.

 3. Andskotans óhugnaður. Þið þurfið að hugsa kristilegar hugsanir áður en þið farið að sofa.

 4. Sko! Ég er með lögheimili á Hlíðarveginum, án gríns. Á vissum stöðum í húsinu eru innréttingar hálfkláraðar, milliveggir ófrágengnir, loftið ómálað og verkfæri út um öll gólf. Það er heldur ekki grín.
  Hvernig leit morðinginn út ? Kannski stór, ljóshærður með há kollvik og mikinn rauðan hökutopp. Múhahahaha….

 5. Þetta hús er að Hlíðarvegi 1 og kemur fyrir í þrekvirki mannsandans: Dauðataflinu. Húsið yfirgaf ég hálfklárað fyrir 14 árum síðan, og er það hugsanlega ástæðan fyrir að mig dreymir húsið 1-2 í mánuði.

  Dexter er ég löngu hættur að horfa á, enda allt loft úr honum. En ég var hinsvegar að lesa mjög óhuggulega bók til að ganga 3 þessa nótt.

  Bloggarinn morðóði er lítill ljóshærður með alskegg.

 6. Veit ekki hvernig ég á að kommenta, við erum víst tvær Þórunnar hér. En Hús í draumi á að vera maður sjálfur, þ.e. sá sem dreymir drauminn skv. einhverjum bókum.
  Spurningin er á ég að breyta mér í Tótu, held að nafna mín sé búin að kommenta mikið lengur en ég… hipp hipp hipp, Barbabrella, hef breyst í Tótu (þurfti ekki mikið til)

 7. Húsið kemur enn fyrir í draumum hjá mér líka, yfirleitt tengt æskuminningum. Og þegar ég vakna líður mér alltaf einkennilaga vel.

 8. Tóta litla tindilfætta trælæælæælæ llallallalallallaal ræ ræ ræ ræ ræ lallalla

Comments are closed.