Brúðguminn

Nú er best að skrifa um bíómynd.

Til þessa hefir mér þótt Baltasar ófrumlegur og alveg sérstaklega leiðinlegur kvikmyndagerðarmaður. Brúðguminn hinsvegar er skemmtilegasta íslenska kvikmynd sem ég hef séð í tuttugu ár. Því segi ég til hamingju Baltasar og til hamingju Ólafur Egilsson.

Ég á nokkur eftirlætis atriði, og eitt af því er atriðið þar sem Anna, leikin af gullfallegri Margréti Vilhjálmsdóttur, hleypur nakin út í Jónsmessunóttina og heimtar að Jón ríði sér í dögginni. Jón, sjálfshyggjukrónprinsinn, hefur engan kynferðislegan áhuga á Önnu og þegar hún gerir sér grein fyrir því, skammast hún sín og álasar sjálfa sig með þessum orðum: Ég er ömurleg! Ég er ógeðsleg! Ég fékk gæsahúð og grátstaf í kverkarnar, svo mikið fann ég til með Önnu. Ég hef mikið hugsað um þetta atriði og ekki laust við að ég geti að vissu leyti samhæft með Önnu, verandi sjálfur frík í hæsta gæðaflokki.

Fyndnasta atriðið að mínu mati, er þegar foreldrar Jóns sitja á traktorspallinum á leið sinni til kirkju. Konan diskúterar við mann sinn hvort presturinn í sókninni tilheyri þjóðkirkjunni. Næsta mynd sýnir Ólaf Egils, sem leikur prestinn, eltast við peningana hans Lárusar, sem fjúka í allar áttir á kirkjulóðinni. Karlinn svarar: Ég fæ ekki betur séð.

Hér má svo sjá skemmtilegt video frá gerð Brúðgumans í boði Hildur82 . Takk fyrir myndbandið Hildur.

[MEDIA=109]

13 thoughts on “Brúðguminn”

  1. Þá er best ég sjái ekki þessa mynd því ég kann ágætlega við að hafa ímugust á Baltasar!

  2. Viðhorf þín ættu að vera römmuð inn og sýnd á safni. Þvílík snilld! Þrekvirki mannsandans!

  3. Æi, hvað ég skil ykkur – mér leiðist fátt meira en að vera minnt á tilvist fagurra,hæfileikaríkra kvenna sem njóta velgengni í starfi og einkalífi.

  4. Ég er klyfjaður af komplexum í öllum regnbogans litum, en að öfundast út í fólk sem skarar fram úr, finnst mér bara asnalegt.

  5. En þess bar að geta að stórfjölskyldan byrjar á “Ivanov” og vippar sér svo á “Brúðgumann” daginn eftir. Svo verður haldið málþing.

  6. þess ber samt að geta að ég er fallegur & hæfileikaríkur maður sem nýt velgengni í starfi & einkalífi, & öfunda enga menn, það er hreinn unaður að vera Ég!

  7. Æi já þetta er prýðis mynd og skemmtilegir karakterar. Skemmtilegast þótti mér þegar elskulegur presturinn gat ekki sofið vegna þess að ýmsir voru að mála eyjuna rauða en lét sér gott þykja þar til hann heyrði í kirjuorgelinu. Hingað og ekki lengra…

Comments are closed.