Andlegar vangaveltur

Djúpt í hjarta sérhvers manns blundar þrá eftir að eignast spánýjan Range Rover jeppa: farartæki hamingjunnar.

armored_range_rover3.jpg

Þannig er það nú bara í lífinu.

12 thoughts on “Andlegar vangaveltur”

  1. kva ertu einhvað á móti B&L, viltu að B&L fari aftur að flytja inn Lödur, moskvíta og traktora eða hvað, mér finnst að B&L eigi að hljóta Fálkaorðuna fyrir að gefa landanum kost á að geta keypt haminjuna.

  2. blaðamenn og pistlahöfundar fjalla amk grunsamlega mikið um range rover… og “fólk sem á range rover”

    orðið ótrúlega þreytt umræðuefni í pistlum “fólk eins og ég sem er alls ekki eins og fólk sem á range rover”

    ég held þessir blaðamenn séu innst inni abbó;)

  3. Hvað eru líkamlegar vangaveltur?

    Nýtt yfirdrepsorð yfir heimilisofbeldi?

    Guðmundur þoldi illa vín og velti gjarnan vöngum heimilisfólks eftir að hafa fengið sér í staupinu…

  4. Líkamlegar vangaveltur eru algengar hjá fólki sem lifir einungis fyrir munn og maga. Tildæmis: Er ég svangur? Þarf ég að kúka? Mikið er ég graður? Osfrv.

  5. Það hlaut að vera – eitthvað mér algerlega framandi(A)

  6. Það er greinilegt að (A) breytist ekki í upphafinn engilshaus á þessum bæ.

  7. Í draumi manns er farartækið falið
    og fullnægingarvöntunin er sár
    því minnimáttarkenndin hefur kvalið
    karla þá sem ferðast hafa í ár

    með strætó milli höfuðborgarhreppa.
    Hamingjunnar leita þeir í jeppa.

  8. Einu sinni lét ég mig oft dreyma um Range Rover, flottasta bíl í heimi. En nú eru helvítis plebbarnir búnir að eyðileggja ímynd þessa annars flotta farartækis. Núna er þetta bara show-off fyrir kalla sem rúnta um bæinn í lakkskóm með silkipungbindi og fara aldrei út fyrir borgarmörkin. Sumir þeirra eru ekki einu sinni með lágu drifi (þá er ég að meina bílarnir…) Nú læt ég mig bara dreyma um að ÞÚ SKIPTIR UM TÓNLIST! Takk…

Comments are closed.