Ung í anda/Young at heart
Meira um öldrun og dauða; eitt af mínum helstu hugðarefnum. Í gær sá ég frískandi og skemmtilega heimildarmynd um gamlingja í U and S of the A. Myndin er um öldrunarkór, flestir meðlimir yfir 75 ára og einstaka á hundraðasta aldursári. Í stað þess að halda sig við hefðbundna ellismelli, flytur kórinn lög eftir Sonic Youth, David Bowie, Coldplay, Jimi Hendrix.
Gamla fólkið er misvel á sig komið, og þegar líður á myndina hverfa tveir kórmeðlimir á vit feðra sinna. Stemningin í kórnum er þó sú að ef einhver dettur dauður niður, þá er honum ruslað út af meðan kórinn heldur ótrauður áfram.
Í myndbandinu hér að neðan(eitt af mörgum í myndinni) er leitast við að svara tilvistarspurningum í laginu: “Road to no where”, eftir snillingina í Talking Heads.