superfreak

Ekki skoða þetta video, ef þú hefur í hyggju að sjá Little Miss Sunshine.

[MEDIA=150]

Þetta atriði er svo mikið fyrirtak. Þunglyndissjúklingurinn sem hefur verið gagnrýndur töluvert í gegnum myndina, er þarna fyrstur til að standa upp og styðja stúlkuna litlu.

Þess ber að geta að DeVotchka sá um megnið af tónlistinni fyrir þessa mynd. Þó ekki þetta lag, en ef ég man rétt þá var þetta lag vinsælt á ömurlegum unglingsárum mínum. Þannig er það nú bara, já sei sei.

5 thoughts on “superfreak”

  1. Ég horfði einmitt á þessa mynd um helgina í annað sinn með konunni.
    “Bomba” var lýsingarorð sem hún lét hafa eftir sér að myndinni lokinni, en það þykir víst afar smart!

    Afinn var samt minn gaur held ég….

  2. Já þú ert alveg afa týpann Pétur, en ég er sammála Sigga hvað varðar samkynhneigða þunlyndissjúklinginn.

    Hey, ég var að heyra að við værum að fara saman í partý fljótlega. Samskonar partýi og á sama tíma og í fyrra, föstudagslangapartý. Ég er byrjuð að undirbúa skemmtiatriði.

Comments are closed.