Philip Seymour Hoffman
Án efa fallegasta parið í Hollywood. Já, ég les stundum um fína og fræga fólkið. Ég er aðdáandi Philip Seymour Hoffman og hef verið í nokkur ár. Útslagið fyrir mig var leiksigur hans í Love Liza þar sem hann lék mann heltekinn af sorg, eftir sjálfsmorð eiginkonu sinnar. Ég hef síðan þá gert mér far um að sjá allt sem hann leikur í. Ekki eyðileggur fyrir að hann hefur verið án áfengra drykkja og subbulyfja í rúman áratug.
Svo mörg voru þau orð.
Ég var langt kominn með veflók um það hversu mikið ég hata Colin Farrell, en í stað þess ákvað ég að hrista fram úr erminni þetta þrekvirki mannsandans eins og ég kýsa að kalla þennan veflók.
Það þykir eðlilegt þegar mannskepnan hampar þeim sem hún telur sig eiga mestu samleið með. Þetta er tíðkað í öllum minniháttarhópum. Ég heyrði gyðingana tala mikið um það hverjir væru prýðisgyðingar. Einnig heyrði ég geðsjúklingana nefna heimsþekkta geðsjúklinga á nafn. Útbrunnir drykkjumenn eru engir eftirbátar hvað þetta snertir.
We all know that people are the same
wherever you go
There’s good and bad in everyone
We learn to live, we learn to give each other
What we need to survive
Together alive
Allir saman nú!