Magni

Ég tek aftur orð mín um hann Magna okkar. Hann virðist vera prýðispiltur. Hann er ekki sú viðurstyggð sem ég hélt hann væri. Nei, þvert á móti.
Það liggur ljóst fyrir mér að ég á nokkuð til af hleypidómum. Ég hef þó margsinnist sæst á það með sjálfum mér að ég sé að öllum líkindum vandfundið eintak af öðlingi. Ég er jú þekktur fyrir það að vera opinn og yndislegur. Það kann að koma fólki á óvart en ég er ekki að komast að því í fyrsta skiptið að ég hafi á röngu að standa. Ég er reyndar þegar ég fer að hugsa um það er búinn að ganga á nokkuð marga veggi með sjálfan mig á undanförnum 6 árum. Ég get þó sagt heilshugar að í mér er engin eftirsjá. Kreddum mínum hefur fækkað töluvert á þessum tíma. Ég á þó nokkrar eftir. Ein af þeim er sú að ég hef aldrei komið til Akureyrar. Fyrst um sinn var ástæðan fyrir því að ég hafði aldrei farið norður eftir einfaldlega sú að ég hef ekki átt neitt erindi þangað. Nú hinsvegar hefur þessi staðreynd vaxið með mér og breyst í trúarbrögð. Mér er orðið það mikið keppikefli að láta aldrei sjá mig á Akureyri. Þó það verði mitt síðasta skal ég aldrei stíga fæti inn fyrir bæjarmörkin. Þá meina ég aldrei. Ásetningi mínum skal ekki tekið af léttúð. Léttúð er mér mjög fjarri þegar ég hugsa um þessi mál.

6 thoughts on “Magni”

  1. enda ekkert að sækja til akureyrar.
    ég styð þig heilshugar í þessu máli og er jafnvel að spá í að fara sjálfur aldrei til akureyrar aftur bara til að sýna þér stuðning í þessu sérstæða máli!!

  2. Þangað til fyrir 2 dögum hafði ég ekki komið til Borgarfjarðar eystri. fallegur staður,veðrið var gott og lítið um að vera sem betur fer.

  3. Mér finnst þetta nú ekkert merkilegt ég hef aldrei komið í Smáralind og geri aðrir fullfrískir höfuðborgarbúar betur

Comments are closed.