SiggiSiggiBangBang

Sumartíð 2010

Jan
24

í gær þegar ég fór upp á háaloft til að týna þvott af snúrunum, fór mig að lengja eftir vorinu. Fyrsti veturinn í borg konungsins, hefur verið dimmur, nístandi kaldur og mjög drungalegur.

Þegar ég var búinn að brjóta saman nokkur handklæði brast ég í söng. Svo skemmtilega vildi til að ég var með videomyndavélina á mér. Ég festi því sönginn á band. Hér að neðan má sjá afraksturinn.

[media id=230 width=520 height=310]

Fleiri pistlar um vor og sumar:
Vorþrá
Sumar og hamingja
Vorhret í lofti
Porgy and Bess

Sumar og hamingja

Mar
14

Ég hef legið í Summertime útgáfum síðan í gær, og út af því að Fóstradamus vinur minn nefndi Devendra Banhart í athugasemdainfrastrúktúrindexdatabasakerfinu, – þykir mér við hæfi að kunngjöra bloggheimum þessa fínu og flottu útgáfu með þessum æðisgengilega söngvara. Hann er ekki þarna einn á báti, því þetta vidjó prýðir alveg sérstaklega hæfileikaríkur nærbuxnadansari. Hann dansar satt best að segja ekkert ósvipað undirrituðum.

Andskotans snillingar.

[MEDIA=116]

Vorhret í lofti

Mar
13

6661i.jpgÍ þessari bloggþurrkuntutíð, ætla ég að tefla fram tveimur útgáfum af tvö þúsund og sex hundruð mismunandi útgáfum, sem til eru af laginu Summertime eftir George Gershwin. Einnig er þetta fyrsta lag sem ég skammarlaust lærði að spila á klarinettið mitt sáluga, og því óumflýjanlega eftirlætis lag nágranna minna, sem mér er frekar hlýtt til, eins og lesendum er fullkunnugt um.

Ég hef einnig spilað Summertime á nýja rauða klarinettið mitt, sem ég hef komist að með vísindalegum aðferðum að er ekkert annað en sorphljóðfæri. Ég hef því pantað þriðja klarinettið, á ebay, og þetta skipti ákvað ég að eyða aðeins meiri pening í þetta áhugamál mitt. Ég spurði sérfróða menn um þessa tegund klarinetta, af gerðinni Selmer, en ég spyr yfirleitt ekki sérfróða menn um eitt né neitt, því ég þykist alltaf vita allt betur, þangað til ég kemst að því að ég er búinn að pissa í buxurnar. Þetta klarinett er úr viði, en hin tvö sem ég á fyrir, eru úr ömurlegu plasti. Ég hlakka gríðarlega til að fá það upp í hendurnar, því ég hef aldrei prufað að spila á almennilegt klarinett. Já, þá verður gaman.

Með vor í hjartanu kynni ég Summertime, úr byrjunaratriði myndarinnar Porgy and Bess:

[MEDIA=114]

 

Svo í flutningi hinnar gullfallegu og jafnframt steindauðu Janis Joplin:

[MEDIA=115]

 

Þetta er ekki eina skiptið sem ég hef skrifað um Porgy and Bess. Hér er færsla um P&B, og ferð mína til Ameríku, en nú vill svo skemmtilega til að ég er að hugsa um að skreppa til Ameríku um páskana, til að skoða Tvídrangana.

Porgy and Bess

Nov
08

Undanfarnar vikur er ég búinn að vera að sálast úr ógeðslegum leiðindum. Af þessum sökum ætla ég að fljúga til hennar Ameríku í morgun. Þar sem smjör drýpur af hverju strái og allir eru hressir. Svo ég ætla að leyfa mér að segja við alla sem hafa haft eitthvað af mér að segja að hoppa upp í rassgatið á sér, því ég kem aldrei aftur. Ég hef eytt meira eða minna síðustu 36 árum ævi minnar í þennan klakadröngul og þetta orðið alveg ríflega prýðilegt. Ég er farinn til Hollywood með klarinettinn minn. Þar sem listamenn á borð við undirritaðan hópast saman til syngja og tralla í óendanlegri sköpunargleði. Hér er mönnum af mínu sauðahúsi haldið niður af íhaldsömum sveitalúðum.

Ég er líka búinn að fá alla upp á móti mér hér í húsinu. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því ég hef í kjölfarið master-að að spila ‘summertime’ eftir George Gershwin úr kvékmyndinni Porgy og Bess. Porgy og Bess er kvikmynd sem breytti mínu lífi. Áður en ég sá hana var ég soldið dapur, en eftir að hafa rennt í gegnum hana þá langaði mig til að deyja. En það er sungið og trallað í henni, ó guð já, sungið og trallað, sungið og trallað. En nú ætla ég að safna óvinum í Memphis, ég var nefnilega að uppgögva alveg glænýja hálfnótu og sú uppgögvun opnar fyrir heilt safn af gömlum ættjarðarlögum.

Rúnar, láttu renna í heitt bað fyrir mig, I’m coming home.