Dahlia

Hér er svo fallegt blóm sem heitir dalía. Þess ber að geta að undirritaður ólst upp í dalíuhafi dauðans fyrir sunnan og norðan skítalæk. Pabbi sem var mikill áhugamaður um allskyns blómarækt sá til þess að við krakkarnir værum umkringd blómum og trjám í fallegasta garðinum í allri Löngubrekkunni.
Enn þann daginn í dag dreymir mig að ég sé kominn á Löngubrekkuna í fallega dalíugarðinn hans pabba.

5 thoughts on “Dahlia”

  1. Ég bjó líka í Löngubrekkunni þegar ég var lítill. Ahhh…the times 🙂

  2. Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér líkt og í dömubindaauglýsingu skoppandi um í dalíuhafinu, ohh ef lífið aðeins væri fallegt og gott!

  3. Hvaða hetja er alltaf að reyna að koma með athugasemd á bloggið þitt en tekst það aldrei? Veit hetjan ekki að þú vilt ekkert af henni vita? Þetta þykir mér furðuleg hetja.

  4. Mér finnst þessar dalíur líka fallegar og gott að heyra að þú áttir blómapabba. Það er eitthvað jákvætt við það.

Comments are closed.