Italiano

Ég hef hafist handa við að læra ítölsku. Þessum áhuga mínum á ég alfarið henni Maríu minni T. að þakka. Ég reyndar ákvað að það væri ekki vitlaust að brjóta upp líferni mitt, sem er að megninu til haldið út fyrir framan tölvuskjá. Ég verð að viðurkenna að ég er alveg hræðilegur í þessari mállýsku, þó svo að ég sé mjög svo hrifinn af henni. Þetta minnir mig svolítið á þegar ég var að læra hebresku, sem gekk alveg ferlega. Þess ber þó að geta að ég er ekki neinn maður í að diskútera torann á hebresku. Ég hinsvegar bölva mig í gegnum nánast hvað sem er. Ég þarf einungis að bíta það í mig að gera hlutina, og er það yfirleitt trygging fyrir því að árangur af hljótist.
Ég hef komist að því að þó svo að maður komi fyrir sjónir sem fucking fáviti, þá er það að jafnaði mun betra heldur en að láta það eiga sig að takast á við það sem að maður kann að hafa áhuga á. Ég oftar en ekki þarf að beita mig fortölum til að framkvæma hluti sem jafnvel leika í höndunum á hinum meðalmanni. Oft langar mig bara ekkert til að standa í þessu. Það að lifa í lyktarlausum stafrænum heimi er oft mun þægilegri kostur heldur en að stíga það vafasama skref að fara fram úr á morgnanna.

Comments are closed.