Dr. Lawrence Jacoby

twinpeaks16.jpgDr. Lawrence Jacoby er ein af dásamlegum uppfinningum snillingsins David Lynch. Hann kemur fram í eftirlæti mínu til margra ára, Twin Peaks.
Dr. Jacoby er kolgeðveikur sálfræðingur, sem er viss um að öll vandamál mannkyns séu á einn eða annan máta tengd kynlífi. Í öll þau skipti sem hann birtist er hann með þrívíddargleraugu á nefinu, nema einu sinni þegar hann er gripinn berskjaldaður við leiði Láru litlu Palmers. Hann er sú manngerð sem étur ekki neitt sem inniheldur glúten og fer reglulega á ristilþvottahús vegna þess að hann er svo skítugur að innan. Hann er mikill áhugamaður um brimbretti og gengur um í Hawaii skyrtum. Hann safnar kokteilaregnhlífum, sem hann skrifar inn á mikilvægar dagssetningar.

Þvílík fegurð í persónusköpun.

3 thoughts on “Dr. Lawrence Jacoby”

  1. þetta hljomar ekki olikt fraud sem var með þessa þrahyggju a grunninn til vandamala mankynsins nema hann truði lika að kokain væri lækningin a flestu asam vitölum og jamms þarf að taka það fram..

    best að fa ser þrividdar gleraugu

    hvilik snilld sigurður, tek undir það með þer.

  2. Dr. Frauð. ….

    Það sauð á Dr. Frauð þegar hann uppgötvaði að hugsanlega væri hann nú eina ferðina enn búin að láta glepjast af einhverjum gleiðgosa.”

  3. ótrúlegt að þú sjáir fegurðina í þessu, þú sem hatar allt sem tengist neðri byggðum!

Comments are closed.