Einnar línu blogg

Ég hef í hyggju að breyta aðeins bloggháttum mínum. Í stað þess að skrifa langa tilvistarkreppupistla, skreytta orðaglamri og tilgerð, ætla ég að skrifa einnar línu blogg sem ég yrði úr hugsunum af efsta lagi heilatuðru minnar. Ummæli mín um hitt og þetta sem betur mætti fara í mannlífinu, varpa ég fram fullviss um að allir séu sérstaklega áhugasamir um það sem ég hef fram að færa.

Hér eru dæmi um tímamótahugsanir sem gætu orðið að fyrirtaks einnar línu bloggum:

“Ég er svangur!”
“Ohhhhh, ég vildi að ég væri sofandi!”
“Kannski ætti ég bara að flytja til útlanda!”
“Hann er fáviti!”
“Ef ég væri með tvö typpi…..”
“Svo kom í ljós að hún er vond manneskja.”
“Mikið er kalt – ég ætti kannski að kveikja á gasinu?”
“Best að fara inn á facebook, það eru heilar tvær mínútur síðan ég gerði refresh.”
“Hver er ég til að dæma um hver er fáviti – ég er fáviti!”
“Ég er að fitna!”

9 thoughts on “Einnar línu blogg”

 1. Ég tók svona test fyrst þegar ég byrjaði að blogga; eða amk þegar ég sá hvert stefndi. Innblástur til þess fékk ég frá betu rokk, nánar tiltekið úr frásögn af því að einhver sem ég man ekki hvað heitir lengur hafi komið til hennar með einhvern mat–að mig minnir kjúkling-og hvað það segði nú um hann og hennar vini og stöðu hennar.

  Bloggtilraunin fólst í því að vera sem yfirborðskenndastur og að hámarka allt froðusnakk. Ég átti nokkra góða spretti með nokkrum “ó mæ god þettersvofrábært” og “váhvaðéghlakkatilaðfaraaðgera” setningum.

  Ég var mikið gagnrýndur fyrir þetta blogg í samtökum iðnaðarins og er ég því alveg viss um að fólk fattaði ekki djókið (sem þó var vel útskýrt í eldri færslum). Það mætti halda að þetta pakk kynni ekki að lesa leiðbeiningar…

 2. Einnar línu blogg eru best. Ég nenni ekki að lesa neitt annað.

 3. Mér finnst alls ekki að blogginu þurfi neitt að breyta eða stytta. Þetta er eina bloggið sem ég nenni að lesa
  Keep it up!
  kv.
  Þórunn

Comments are closed.