Er á meðan ungfrúin dillar sér.

Minna sést af uppáklæddum mönnum í rándýrum jakkafötum breiðandi úr sér á götum borgarinnar. Ekki alls fyrir löngu mátti sjá þá út um allt, stormandi fram og aftur, taugaveiklaðir, talandi tímamótaviðskipti í farsíma. Nú þykir ekki eins flott að vera svokallað hottsjott. Sérstaklega í ljósi þess að þetta var allt blekking. Það urðu ekki nema örfáir menn ríkir á hinu svokallaða góðæri. Hinir, oft starfsmenn í verðbréfadeildum bankanna og fasteignasalar, sem lifðu sig svo hressilega inn íslenska drauminn, söfnuðu ekki neinum auð, heldur bara skuldum. Á tímabili þótti svo kúl og smart að vera fasteignasali, að þeir fengu umfjöllun í glæsitímaritum á borð við Séð og Heyrt: “Stefán Úlfsson(32) fasteignasali hélt upp á afmælið sitt á Nasa, í hópi strippara.” eða: “Guðmundur Jónsson(26) fasteignasali ástfanginn upp fyrir haus.”

En hallærislegt.

Nú liggur við að menn hræki á ömurlegustu auglýsingu allra tíma, en hana má sjá(eða mátti sjá) á strætisvögnum borgarinnar. Þar er risamynd á afturenda vagnanna af tveimur vel til höfðum fasteignasölum, báðir með aflitað hár, sólbrúnir, ásamt einhverri konu sem er löggildur skipa- og fasteignasali – slagorðið er: “Engin sala, engin þóknun.” Sem er nærri lagi, því það er engin sala og þar af leiðandi enga þóknun að hafa. Kannski er ReMax bara að auglýsa núverandi ástand á fasteignamarkaði. Takk fyrir það ReMax – það verður gaman að sjá hvort þið kaupið ykkur auglýsingahlé í næsta áramótaskaupi. Auglýsingar frá bönkunum vekja heldur ekki kátínu hjá nokkrum manni. Það fer hrollur um fólk.

Íslenski draumurinn hefur á stuttum tíma breyst í martröð.

Þórðargleði verður þó seint talin nokkrum manni til andlegs framdráttar, og þar sem mér er mikið í mun að betra sálina í mér mun ég reyna eftir fremsta megni að finna fyrir leiða yfir örlögum ykkar sem misstuð ykkur í hroka og yfirlæti.

Ég er búinn með 25 þúsund krónurnar sem ég setti mér að eyða í nauðsynjar júní mánuð. Ég hefði getað gert þetta, hefði ég nært mig eingöngu á hýðishrísgrjónum og núðlum. Ég læt mig dreyma um líf í öðru landi þessa daganna.

4 thoughts on “Er á meðan ungfrúin dillar sér.”

  1. Það eru nú ekki allir með tárin í augunum, sægreifarnir og aðrir útflutningsaðilar stíga trylltan dans þesa dagana.

  2. mér finnst eiginlega sorglegast að það eru þeir sem eru með mestu þórðargleðina sem fara verst útúr þessu…

    …þeas fólk sem hatar bankamenn mest er oftast fólkið sem hefur lítið á milli handanna.. og má ekki við því að afborgunin af íbúðinni þeirra hækki um 10þús… eða að matarkarfan í bónus um 7% eða hvað það var sem hún hækkaði…

    skiptir ekki eins miklu fyrir verðbréfamiðlara að fá minni þóknun í ár en í fyrra…

  3. Þetta minnir mig á ,,engar hendur – engar kökur´´.

Comments are closed.