Guð gyðinga

Guð gyðingaÞegar Guð gyðinga stendur vaktina, er hollast að fara ekki út fyrir hússins dyr. Hann er sérplæginn og móðgunargjarn. Reynslan hefur sýnt að ef mannfólkið hringsnýst ekki í kringum rassaborugatið á honum, þá reiðist hann ógurlega og upphefur samviskulausa sláturtíð. Vegna þess hversu illa þjakaður af minnimáttarkennd hann er – þarf stöðugt að vera hampa honum og hæla. Ósköp lýjandi, verð ég að segja.

En hann hefur ekki verið á vakt síðustu daga, enda hef ég verið skellihlæjandi í sálinni minni. Gleði í mínum huga er þegar ég finn ekki fyrir neinni vöntun, né þrá í eitthvað sem ekki er. Ekkert nagandi óþol hið innra sem erfitt er að henda reiður á. Engin andstyggðartilfinning sem útheimtir að ég spartli upp í tómarúm sálu minnar með óþverra á borð við ástsýki, súkkulaði, viðurkenningu meðborgara, eða majonesi. Lífið er gott, þegar guð gyðinga er ekki á vakt. Það er þó gersamlega óþolandi að vera ekki með vaktskema guðanna nokkrar vikur fram í tímann.

3 thoughts on “Guð gyðinga”

  1. Tengist þetta fyrirhugaðri utanlandsferð….guð gyðinga er einmitt off duty í september

Comments are closed.