Existensial vangaveltur um sjónvarp

Með tilliti til þess að pör í nýtízkusamfélagi eyða megninu af sínum tíma fyrir framan sjónvarpið, er mikilvægt að finna sér maka sem hefur svipaðan smekk og maður sjálfur. Ef að báðir aðilar koma sér saman um sjónvarpsdagskránna eru allar líkur á að sambandið verði farsælt og endist mun lengur en fólk kannski kærir sig um. Með þessu móti geta báðir aðilar viðhaldið ástinni í gegnum alveg óendanlegt magn af ógeðslegu drasli. Það kann að hljóma kalt, en þetta kallast að drepa tímann fram að þeirri stundu að maður sjálfur drepst.

Þorri mannkyns lifir sómasamlegu lífi fyrir framan sjónvarpið. Hann er ánægður og hamingjusamur, svo lengi sem hann hefur sófa til að sitja í, kartöfluflögur til að maula og klósett til að skíta í. Nú, tel ég tvö ár síðan ég henti sjónvarpstækinu mínu. Jú, vissulega horfi ég á einstaka þátt í tölvunni minni og stundum meira en ég tel mér hollt. En síðan ég hreinsaði heimili mitt af þessum ókristilega ófögnuði hef ég tekið til við að lesa miklu meira en ég hef nokkurn tímann áður gert og liggja hér orðið heilu staflarnir af bókum lesnir upp til agna.

Þegar ég átti sjónvarp, kom ég heim eftir vinnudag, eða hvað svo sem ég var að gera og kveikti á kassanum. Skipti þá ekki höfuðmáli hvaða dagskrá var í boði, heldur virtist ég finna fyrir einhverjum frið í hjartanu við að hafa logandi á því. Þegar ég áttaði mig á því, tók ég mig til, reif kassann úr sambandi og henti honum fram á gang, þar sem hann beið þangað til ég loks fleygði honum í gám.

Hefur líf mitt batnað við þetta? Góð og gild spurning. Eftir að hafa lesið allar þessar fínu bækur hef ég sjaldan verið jafn þjakaður af existensial vangaveltum. Jú, ég hef reyndar alla tíð marínerað í tilvistarkreppu, og má sjá það á eldri skrifum mínum, en þó ekki í sama mæli og undanfarin tvö ár.

Sjónvarp virðist því vera góð leið til að kúpla út allar efasemdir tengdar tilveru okkar, fyrir suð eða static hljóð, eins og heyrist í landlínusímum: Líííííííííííííííííííííííííííííííííííí. Og það liggur í hlutarins eðli, að sambönd lifa góðu lífi ef ekkert annað á sér stað í hausnum á fólki en: Líííííííííííííííííííííííííííííííííííí.

Í rassaborugat með sjónvörp!

17 thoughts on “Existensial vangaveltur um sjónvarp”

  1. Þurfti einhver að deyja? Ég að sjálfsögðu krýndi bara sjálfan mig. Hvaða sjónvarpssería heldur þínu hjónabandi gangandi? Nágrannar?

  2. Hjónaband mitt hlýtur skv þessari dulspeki að eiga undir högg að sækja þar sem sjónvarpið er ekkert að tengja okkur, ég þurfti samt ekkert að henda því ég nota það bara hóflega!

    Að sjálfsögðu þarf einhver að deyja til að svona sérfræðiþekking geti komið til!

  3. Framkvæmdu nú fyrir mig smá mælingu í þágu vísindanna. Taktu þér heila viku í að skrá niður hjá þér samviskusamlega af heilhug, hversu lengi er opið fyrir sjónvarpið á degi hverjum. Ég þori að veðja að tölurnar eru sláandi, Pétur. Já, sláandi segi ég.

    En svo það sem einum finnst hóflegt, þykir öðrum fram úr öllu hófi.

    Jæja, hver syngur með sínu nefi. Ég er ekki að skrifa lífsreglupistla fyrir Pétur og Pál. En ég legg áherslu á orð mín, þegar ég segi: Sjónvarpið er búið að vera!

  4. Ég ætla nú að nota tækifærið og vitna í stórvin minn og segja blákalt og yfirvegað, Sjitt sýnist hverjum!

  5. Sigurður Þorfinnur!
    Þú fælir frá þér allt kjötkennt ef þú slakar ekki aðeins á.

    Af skrifum þínum undanfarið að dæma sýnist mér vænlegast að þú leitir þér kvonfangs í Biblíu-beltinu.

    Lúsenopp beibý!

    P.S. Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt…

  6. Ég er líklega sá eini sem hingað venur komur sínar með undir 140 í IQ (að Arnóri undanskildum að sjálfsögðu sem skorar ekki nema 138 hahaha), en er ég sá eini sem veit ekki hvað Existensial þýðir??

  7. Veit reyndar hvað existense þýðir (ótrúlegt streatwise hérna á ferð), en er existensial þá tilvistarlegur?

    Líklega. En hvað þýðir þá íslenska setningin: “Tilvistarlegar vangaveltur um sjónvarp”?

    Veit, ég skal bara þegja

  8. Brilliant færsla. Sjónvarpið er heilaskemmandi tímaþjófur. Það er minni virkni í heilanum þegar maður horfir á sjónvarp en þegar maður sefur. Ég er að pæla í að fá mér svona rafmagnsmottu eins og þú átt. Zzz…

  9. Hún er guðdómleg kæri Ofurnemi. Fæst í Pfaff í Skeifunni. En keyptu þessa með tímastillingu, hún kostar held ég 2000.- meira, en þeim 2000 krónum er vel varið, því þú getur stillt undirbreiðsluna þannig að hún haldi hita næstu 2, 6, 9 eða 12 klukkustundir. Ef þú ert með hina gerðina, þá er svo mikil hætta á að þú gleymir að slökkva á henni og það kostar auka áhyggjur. Því segjum sem svo að þú bregðir þér af bæ, og farir síðan að hafa áhyggjur af því hvort þú hafir munað eftir að slökkva á undirbreiðslunni eður ei. Ég hef ekki úttalað mig um undirbreiðsluna mína, en samt finnst mér mál til komið að hætta núna.

  10. Sjónvarp já? Ég á nýjan risaskjá. Hann er fínn. Tekur minna pláss en silfurlitaði flóðhesturinn. Þér finnst ekkert ógeðslegt að horfa á sjónvarpið mitt. Viðurkenndu það bara. Sérvalið úrvalsefni af bestu gerð er ávallt hér á boðstólnum. Ekkert Stöð 2 prump ónei ónei. Það er hægt að skjóta hænur og fólk með byssum. Það er ekki tólið sem er slæmt heldur hvernig það er notað.

    Og hugsaðu nú út í eitt: Hvað ef allt þetta ógeðslega kartöfluflögufólk myndi slökkva á sjónvörpunum sínum??? Ég lofa þér því að það fer ekki að lesa. Nei góði minn. Það fer að ríða! Og hvað gerist þá?! Fávitunum fjölgar. Og ekki viljum við það! Ha?

    Guð er með þetta allt undir kontról Siggi minn. Leyfum þeim bara að slefa yfir Friends og jarma “Þú ert alveg eins og Chandler”…

    Who gives a f***k?

  11. Sammála Margréti.

    Ég á t.d. afbragðs hnífasett en hef aldrei stungið neinn í bakið.

Comments are closed.