Fjallabræður – Gangnamannavísa

Vill nú svo skemmtilega til að undirritaður er kórfélagi í hinum karlmannlega karlakór Fjallabræður. Föstudaginn sem leið, þann þriðja í Airwaves, fluttum við bræður og “sveitungar” 40 mínútna dagskrá sem hófst á meðfylgjandi lagi sem heitir Gangnamannavísa. Tónleikana festi ég á DV band með spánýrri HD DV upptökuvél, sem ég keypti fyrir alla vasapeningana mína.

Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá er ég auðfinnanlegur í þessum hóp karlmannlegra karlmanna, ekki vegna offitusjúkdómsins sem ég hef barist hatrammlega við í áratugi, heldur vegna þess að á höfuð mér er ekki stingandi strá að finna.

[MEDIA=36]

11 thoughts on “Fjallabræður – Gangnamannavísa”

 1. Þið eru listamenn á heimsmælikvarða – ekki vafi!

  Ps.
  Siggi: þú átt að vera með grasið í skónum en ekki á höfðinu …

 2. þið eruð ekkert smá gæjalegir þarna, mikið vagg og velta í gagni …

  Til hammara með upptökuvélina!

 3. Þessir tónleikar voru þeir skemmtilegustu sem ég hef farið á í mjög langan tíma. Mikið fjör!

 4. Þú lifir bæði fögru og innihaldsríku lífi Sigurður Þorfinnur. Það koma sífellt í ljós nýir vinklar sem gera þig að eftirsóknarverðri fyrirmynd í okkar samferðamanna þinna.
  Í stuttu máli sagt: Þú ert yndislegur!

 5. Snilld, þú ert flottur í þessum fríða hópi söngfugla, vonandi fáum við að sjá fleiri lög af þessum tónleikum, þú leynir á þér Séra Sigurður, eða verður kannski jólaútgáfa af tónleikunum á DVD næstkomandi desmember ?? það er í tísku þessa dagana 🙂

 6. Glæsilegt! Þið eruð flottasti kór veraldar.

  Samt eruði kannski ekki Jenny Wilson en heldur ekki blokk þú veist hvar.

 7. Þú ert eini sem ég þekki sem hefur komið fram á Íslenskum loftbylgjum, get ég fengið eiginhandaáritun

 8. Vá! Æði, maður!!
  Vissi ekki að þú værir að fást við svonalagað – þetta er alveg súper!

  “Tónleikana festi ég á DV band með spánýrri HD DV upptökuvél, sem ég keypti fyrir alla vasapeningana mína.”
  …verslaðiru þér vélina sem við vorum að tala um?

  Kviðja frá útttlandinu,
  igni

 9. Þetta er aðeins minni vél en ég hafði hug á að kaupa í byrjun. Hún er þó mjög skæs, HD Progressive.

Comments are closed.