Að haga sér eins og maður

Reyndu að haga þér eins og maður, var sagt við mig í gær, er ég brá á leik. Ég lét mér fátt um finnast, sem er frávik frá reglunni, því samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum, hefði ég átt að verða miður mín. Hvað þýðir það nákvæmlega? Það að haga sér eins og maður? Ég var kominn spölkorn frá manninum sem lét tilmælin falla, er ég sneri mér við og kallaði til hans: Hvað í andskotanum þýðir það, að haga sér eins og maður? Hann heyrði ekki í mér, svo ég gargaði nokkur vel samansett fúkyrði sem ég ætla ekki að hafa eftir hér á siðprúðu vefsetri mínu.
Ég hélt mína leið.

Síðar sama dag, sat ég í leðursófa hjá Obi Wan Kenobi. Eftir að hafa tíundað lífssýn mína, var Obi sjálfur kominn á þá skoðun að öll værum við uppfull af bulli, í óendanlegri leit af viðurkenningu hjá fólki sem er líka uppfullt af bulli. Ég kvaddi hann með heillaráðum sem ég lærði þegar ég sat fundi hjá Samtökum Iðnaðarins. Heillaráð eins og “Treystu guði” eða “Það virkar ef þú verkar það”, ráð sem bjargað hafa mörgum góðum drengnum frá barmi andlegs gjaldþrots, Obi var þar enginn undantekning.

Svo var það maðurinn sem ég heyrði garga á afkvæmið sitt: Ekki haga þér eins og barn!

Hefði þá barnið kannski átt að haga sér eins og maður?

Skrítin er hún tilvera.

6 thoughts on “Að haga sér eins og maður”

 1. ég gargaði nokkur vel samansett fúkyrði sem ég ætla ekki að hafa eftir hér á siðprúðu vefsetri mínu.

  ja siðprútt er það.

 2. Að fenginni reynslu liðinnar viku þá hef ég einsett mér að notast einvörðungu við dönsk fúkyrði – og þá ekki neitt “skide…” -neitt.

  Svívirðingum þeim sem ég mun leyfa mér að ausa yfir þá sem á vegi mínum verða(og verða öðru vísi en ég vil að þeir séu)verða væntanlega málfræðilega flóknari eftir því sem mér vex ásmegin. Eftir þ.14.des. n.k. mun ég hins vegar ekki mæla danskt orð af munni – en ég hyggst efla orðfæri mitt í frönsku og ítölsku hnjóði.

  Þetta tel ég að verði þess valdandi að ég muni í heildina verða kurteisari en í meðalári – sakir fákunnáttu.

  Seinna, þegar hlýnar mun ég fara á milli kjörbúða og verða mér úti um pólsk hallmæli.

 3. Að haga sér eins og maður! er það að far á vertíð og búa í blautri sjóbúð eða að gera út á Kauphöllina?
  Hvað er að haga sér eins og maður! Ég er fáviti og haga mér sem slíkur, kanski ætti ég að ganga í Karon samtökin til að læra að haga mér almennilega, ganga hnarreystur í sjakket með slips og vesla í Kauphöllinni.
  Nei ég er og verð fáviti með eða án slips

Comments are closed.