Marmarakúlur

Ég á von á því þegar ég hef leyst lífsins gátu að ég heyri ég svona smell í hausnum á mér, rétt eins og síðasta pússlið í pússluspilinu sé komið á sinn stað.

Þetta gerðist hjá Eckhart nokkrum Tolle. Hann sér til mikillar armæðu vaknaði upp einn morguninn, hafði sig til, setti á sig vellyktandi og rétt á meðan hann burstaði í sér tennurnar gerði hann sér grein fyrir, að líf hans var með öllu tilgangslaust. Hann skyrpti út úr sér tannkreminu, missti úr greipum sér tannburstann og lippaðist niður í gólfið náfölur af lífsins harmi. Þegar hann var búinn að liggja þar eins og hvert annað hrúgald í dágóða stund, heyrðist fyrrnefndur smellur í hausnum á honum. Hann spratt á fætur eldhress og skælbrosandi, klæddi sig í skrautlega hawaii skyrtu og valhoppaði kampakátur út úr húsinu. Er hann sprangaði í gegnum almenningsgarð borgarinnar, kom hann auga á bekk sem honum fannst einkar fallegur, hann fékk sér sæti og dáðist að fegurð heimsins. Þrjú ár liðu og ennþá sat Eckhart á bekknum. Hann vissi ekki hvað tímanum leið, enda tíminn bara asnaleg uppfinning mannskepnunnar. Í dag vilja allir ólmir sitja fyrirlestur með Eckhart Tolle þar sem hann situr og þegir í margar klukkustundir og virðir fyrir sér fataval áhorfenda.

Ég hef hitt nokkuð marga á lífsleiðinni sem hafa reynt að fullvissa mig um að þeir hafi uppgötvað leyndardóm lífsins. Þeir eru flestir sammála um að ekki er til nema ein aðferð til að nálgast lausnina, hvort sem sú aðferð feli í sér að garga og berja sjálfan sig í hausinn meðan einhver fábjáni messar yfir viðstöddum, eða hvort éta skuli einungis hráfæði til að ná settu marki, eða hvað í fjandanum það er sem lætur handhafa sannleikans halda að þeir sjálfir séu komnir heim í hlað og geti þar af leiðandi hlassað sér í sófa, hámað í sig kartöfluflögur og drukkið kóka kóla, fitnað og horft óáreittir á raunveruleikasjónvarp.

Ekki svo að skilja að ég vilji ekki glaður halda KJ og njóta augnabliksins, því fer fjarri. Ég held þó að við séum öll meira og minna stútfull af hægðum og mig grunar að um leið og við gerum okkur grein fyrir því, þá séum við búin að fatta brandarann.

Þangað til er gott að hlusta á Rhapsody In Blue:

[MEDIA=93]

30 thoughts on “Marmarakúlur”

  1. brandarinn er um þig og mig.
    Þú virðist vera búinn að fatta hann, ég afturá móti held ég skelli mér í þrepin!

  2. Góður pistill.

    Minnir E. Tolle þig ekki svolítð á Þórberg okkar Þórðarson?

    “Flestir eru sælir í þeirri leyndu hugsun, að þeir séu vitrari og betri en aðrir menn. Það kalla þeir fágaða siðmenningu. Ég kalla það siðmenningu varanna. Þótt ég tali margt um ágæti verka minna, hefi ég alltaf skoðað mig aumasta smælingjann meðal hinna smæstu, mesta heimskingjann meðal hinna heimsku, versta syndarann meðal hinna breysku. Það kalla ég siðmenningu hjartans”.

    Bréf til Láru

  3. Á erfiðum tímum, þegar veröldin gubbar yfir mann sínu verst þefjandi subbi, er affarasælast að hægja sér til baks án þess að girða niður um sig buxurnar áður. Þetta er að minnsta kosti mín reynsla. En svo ég vitni í heimsbókmenntirnar, fist allir eru svona kúltíveraðir: “Ekki dugir þessi djöfull” (Góði dátinn Svejk)

  4. Ég minni á lífsmottó Antony Soprano,”Everything turns to shit”.það á alltaf vel við:)

  5. Life’s a piece of shit
    When you look at it
    Life’s a laugh and death’s a joke, it’s true.
    You’ll see it’s all a show
    Keep ’em laughing as you go
    Just remember that the last laugh is on you.

    And always look on the bright side of life…
    Always look on the right side of life…

    Eric Idle

  6. Allir að kvóta og svona. High IQ society klúbburinn í sveittum existensíalista fílíng.

    Ég er viss um að fólk sem les þessa síðu og þessi komment og veit ekki hvernig þið lítið út sér fyrir sér hóp grannvaxinna nörda með gleraugu og hýjunga, eða bitra bjórvamba ala Grand Rokk en ekki mótorhjólapjakka eða menn með naglalakk… sem þið eruð… krúttin mín.

  7. Og p.s. Siggi minn, dásamleg færsla. Hann þarna Tolle finnst mér eins og garðálfur með sýkópataeinkenni. Vægast sagt undarlegur náungi sem ég myndi aldrei vilja sofa hjá.

  8. Magga vann, engin spurning í mínum huga a.m.k. Í HS klúbbnum þar sem allir virðast gáfaðir já eða einbeittir í því að horfa á bjartar hliðar tilverunnar, þar steig Margrét fram og malaði ykkur alla. Hún gerði það svo fínt að maður varla tók eftir því, já á meðan að hún hægði sér yfir skrif ykkar að hluta. Hvað gerði Margrét? Jú, hver veit sem ekki er gríðarlega víðlesin hvað “existensíalista” þýðir?

    Ekki ég, það er víst :S Enda er ég eins og góðvinur minn Svejk, löggiltur hálfviti í besta falli.

    En Monty Python kenndi mér líka að ég má aldrei gefast upp með reynslu sögunni af allslausa riddaranum í Holy Grail, sem gafst ekki upp þótt ekkert væri eftir af útlimum nema höfuðið á honum. Það er sko alvöru 😉

    Með þessa reynslu í farteskinu get ég glaður snúið mér aftur að því að þykjast vera í námi. Það er svo gott að vita að einn daginn, með mikilli vinnu og lyfjatöku, geti ég orðið alveg eins og “þið”.

  9. En að skrifum Sigurðar. Get glaður núna dáðst að þessum Tolla manni sem ég hef hignað til forðast eins og heitan eldinn að lesa eitthvað eftir.
    Maður sem að situr þolinmóður á bekk í rassgatistan í 3 ár og horfir á fólk, hann getur jú án nokkurs vafa kennt manni þolinmæði er það ekki?
    .
    Þolinmæði er sem sagt líklega krafturinn í núinu!?

  10. Þetta er skemmtilegt, Sigurður, þér eruð alveg á mörkum þess að leysa þessa lífsins gátu, en þegar það gerist , þá endilega lattu okkur vita hver lausnin er,en ef ég man rétt þá segir í Hitchhikers Guide to the the Galaxy að lausnin við lífsgátunni sé 42 🙂 ég held mig við það þangað til annað kemur í ljós.

  11. “When things look bad I just remember that I’ve got a real big dick and things seem much better”

  12. Arnór, það tíðkast í góðri málvenju að tiltaka hvern er verið að vitna í 😉
    Við hinir getum þá líka átt þess kost að drepa þann hinn sama til að “okkur hinum” líði þá betur í okkar litla sjálfi 🙂

  13. Ég held að Þórbergur Þórðarson hafi ekki hugsað mikið um typpið á sér. Það er asnalegt að hugsa mikið um typpið á sér. Um daginn sá ég heimildarmynd um mann sem var með lítið typpi. Hans helsta markmið í lífinu var að fá viðurkenningu á þessu litla typpi sínu. Hann var lítill og feitur með agnarsmátt typpi. Eins og geldingur. Miðað við stöðuna hefði hann haft best af því að snúa sér að einhverju öðru, en nei… hann lagði sig allann i typpið og reyndi um leið að fá karla til að gleðjast yfir sínum litlu typpum og vera stoltir af þeim. Djísus kræst. Svo eru menn að fárast yfir hégóma kvenfólksins. Typpaþráhyggja karlmanna er engu betri.

    Þórbergur talaði ekkert um typpið á sér. Guði sé lof fyrir kúlið.

  14. Hvað er að því að tala um tippið á sér?

    Það er ekki einsog maður gangi með draslið úti á torgum.

    Það er nú reyndar gaman að velt því fyrir mér hvernig viðkomandi kona myndi bregðast við ef karlmaðurinn færi alltí einu að tala um tippið á sér yfir forréttinum á fyrsta stefnumóti á Lækjarbrekku.

  15. Oj.

    Siggi skemmtileg færsla hjá þér. Og sorry að ég hafi verið með einhvern dónaskap. Þú veist, að skrifa tippi. Sem er ógeð.

  16. Typpi eru húðsepar sem sperrast upp við ákveðin tilefni. Stundum gersamlega óútreiknanleg tilefni. Typpi hafa oft komið fólki í vandræði og vissulega eru þetta hættuleg fyrirbæri, eins og þau virka nú aumingjaleg og viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum. En já… ef ekki væri fyrir typpin þá væri nú ekkert fólk hér í heimi hér. Það kunni enginn að glasafrjóvga þegar ömmur okkar og afar voru ung og ef þau hefðu ekki verið til þá værum við ekki til… ha?

    (nú situr margrét og hugsar svo rýkur úr eyrunum á henni. lausnin við lífsgátunni verður seld á niðurhali á blogginu mínu eftir viku).

  17. Marga greinir á um hvort typpi sé með ypsilon, eður ei. Mitt typpi er með ypsilon. Einu sinni ætlaði ég í trúarlega aðgerð á vegum gyðingasamtaka, eftir þá aðgerð hefði ég verið með tippi.

  18. Þetta er hárrétt hjá þér! Ég var einu sinni með skoðanakönnun á blogginu mínu þar sem spurt hvar hvort typpi væri með i eða y og langflestir svöruðu y. Hitt hangir ekki eins.

  19. ég heyrði af lækni sem er með tilboð fyrir jólin á umskurði, 2 fyrir einn!
    eigum við að skella okkur Syggi?

  20. Tíííhíhíhí … roðn … hóst, rosalega eru þið dónaleg.

    Siggi! geturðu ekki farið að koma með einhverja helvítis bloggfærslu eða þá að fara að tala um “píku”!

    Það á að gæta jafnræðis – það varðar við lög að gera það ekki. Þannig að það snýst um heiðarleika en ekki pervertisma að tala um “píku” …

  21. píkur geta þó allavegana talað meðan typpin hanga þegjandi og þunglyndisleg

Comments are closed.