Nef dagsins

[MEDIA=54]

Ég hef verið aðdáandi PJ Harvey síðan ég heyrði Rid Of Me. Því í ósköpunum er enginn búinn að ferja hana hingað til tónleikahalds í rassaborugati alheimsins?

Þeir sem mig þekkja, vita að ég er mikill áhugamaður um nef. Ég veit ekki því í ósköpunum ég er svona hrifinn af stórnefja kvenfólki. Hvaðan sá áhugi er uppurinn, kann ég enga skýringu á. Einhvern meginn finnst mér samt eins og hann hafi kveiknað eftir veru mína í Ísrael og tel ég ekki ólíklegt að hann hafi eitthvað með tíu ára þráhyggjuna að gera.

Þetta er til vandræða á mannamótum, þar sem ég sit með karlmannlegum vinum mínum og án nokkurs fyrirvara hverfur athygli mín í eitthvað nef sem á þar leið hjá. Vinum mínum verður þá spurn, hvort ég hafi komið auga á nef. Eins ef svo vill til að ég sit til borðs með kvenmanni sem samkvæmt mínum útreikningum hefur sérstaklega fallegt nef og ég gerist svo djarfur að skjalla nef viðkomandi, þá er ég í flestum tilfellum útlistaður sem sérstaklega einkennilegt eintak af manneskju; mér er fyrirmunað að skilja afhverju, þar sem áhugi minn á nefjum er af hjartahreinum toga. Til er svokallaður nef-fetish, en fetish hefur yfirleitt eitthvað með kynlífshegðan að gera og áhugi minn á nefjum er ekki af kynferðislegum toga. Hvar hafa nef gærdagsins, lit sínum glatað?

PJ Harvey er með eitt það glæsilegasta nef, sem ég hef séð. Nýjasta platan hennar White Chalk er að mínum mati eitt besta verk hennar síðan To Bring You My Love.

6 thoughts on “Nef dagsins”

  1. Syngur með sínu nefi – ekki vafi!

    … svolítið djúpur hjá mér þessi.

  2. ef það eru til konur sem hægt er að segja að séu með hreðjar, er PJ klárlega í þeim hópi!

  3. Nef….Skref…Hahaha..Kanski eru skilaboð frá Guði í þessu Siggi minn…!

    Já vá Linda…Þetta tígrapartý er alveg to die for þetta er svo dúllulegt:)

    Þið verðið að tékka á þessu*

Comments are closed.