Gönguhópurinn Rass

Ég hef í hyggju að stofna gönguhóp sem ber nafnið: Gönguhópurinn Rass. Meginmarkmið þessa gönguhóps verður að ganga(liggur í hlutarins eðli) og hatast út í aðra gönguhópa. Við komum til með að nota “annað hvort ertu með okkur eða móti okkur” hugmyndafræðina, sem hefur virkað svo andskoti vel í gegnum mannkynssöguna. Þannig að ef þú tilheyrir öðrum gönguhóp en Gönguhópnum Rass með stóru Gé-i og stóru Err-i, hefur þú – að okkar mati – fyrirgert rétti þínum til að ganga sömu gönguleiðir og við, og munum við beita bolabrögðum til að ryðja þér úr veginum.

Önnur stórkostleg hugmynd sem ég hef fengið, er að Gönguhópurinn Rass, gangi allsnakinn. Það gæti þó verið leiðinlegt fyrir karlpeninginn, því hér er oft kalt í veðri og því oft vesældarlegt um að litast í neðri byggðum. Fátt er óskemmtilegra en að vera með krumputyppi í félagi við bræður sína. Það er skarð í karlmennsku hvers manns, hversu vel sem hann er meðvitaður, eða gáfum gæddur.

Hugmyndir þessar hafa komið til mín þar sem ég hef þreytt hlaup á gönguleiðum höfuðborgarinnar. Ég mæti ófáum gönguhópum, og eiga þeir allir það sameiginlegt að vera alveg ótrúlega hallærislegir og sérstaklega tillitslausir gagnvart hjólandi og hlaupurum. En þó að hatur mitt á gönguhópum sé stórt, þá eru þeir þó skömminni skárri en hlaupahópar, sem eru með öllu óþolandi. Öll umferð úr gagnstæðri átt, hvort sem um er að ræða einstaka hlaupara, haltrandi gamalmenni, eða fótgangandi, er hrakin út af, því hlaupurum í hóp er svo mikilvægt að hlaupa hlið við hlið svo þeir geti talað kúk við hvorn annan. Þeim kemur ekki til hugar að víkja. Aldrei nokkurn tímann! Það er bara ekki í karakter einhvers sem hleypur í hóp. Þeim finnst almenn tillitsemi jafngilda ósigri í mannlegum samskiptum. Það má sjá þessa sömu menn í umferðinni, svínandi og brjótandi á öðrum vegfarendum. Jú, einmitt – þessir sem gefa í ef þú reynir að skipta yfir á akreinina þeirra. Ég segi við ykkur sem gangið og hlaupið í hópum: Étið skít! Göngu- og hlaupahópurinn Rass verður stofnaður til höfuðs ykkur.

10 thoughts on “Gönguhópurinn Rass”

  1. Iceland is blissfully much less overrun with these types than in California, and Washington D.C. Every Sunday jogger in D.C. acted like they were in the Olympics; it was impossible to take a walk along the Potomac.

    But then that is a city where a the “competitive spirit” is so overblown, one gets challenged at church services.

    Ironically, or perhaps not, it is also one of the cities in the U.S. that has the highest per capita education levels. Makes a person think….

  2. Gott að sjá að þú ert búinn að finna þér nýjan farveg fyrir geðvonskuna. Ég var farin að hafa verulegar áhyggjur af þér.

    Heilsaðu Avraham og segðu honum að ég sé markvisst að venja mig af framígripi við móður náttúru. Hann veit hvað ég á við 😉

  3. Hann er enn að mjálma um fuglinn sem þú tókst af honum til að gefa dýrunum í Hýsdýragarðinum að éta. Hann hefur verið í mikilli tilvistarkreppu síðan þú gerðir þetta.

  4. Ég hef aldið að mér höndunum síðan sonur minn bað mig vinsamlega um að hætta að ,,fokka í móður náttúru´´.
    Mér skilst að ég verði gerð ábyrg fyrir öllum breytingum á þekktum vistkerfum ef ég læt ekki af þessu blæti.

  5. Vaff vaff vaff punktur gonguoghlaupahaturshopurinnrass punktur com skástrik apps skástrik spurningamerki register , ef það virkar ekki getur þú líka reynt vaff vaff vaff tveir eða þrír, man ekki hvort það var, hategroups punktur com skástrik gonguoghlaupahopurinnrass skástrik spurningamerki register

  6. Vaff vaff vaff? Þetta minnir á heimilislífið hér hjá mér.

  7. Ég er með. Veit fátt skemmtilegra en að vera á stangli á sperðilnum einhverstaðar úti.

Comments are closed.