Grouphug

Hópkynlífsrúta samfylkingarinnar er eitthvað með því andstyggilegra sem ég hef augum borið. Ég hef verið á nokkrum stöðum í borginni, þar sem þessari vibbarútu hefur verið lagt. Síðast sá ég hana á Sæbrautinni. Þetta er algert ógeð. Tveggja hæða strætisvagni hefur verið plastaður með hvítri filmu og á hana límdir forystusauðir Samfylkingarinnar. Einn þeirra lendir á samskiptunum á rúðu og kemur fyrir sjónir eins og hann sé stökkbreyttur. Mig minnir að það sé Stefán Jón Hafsteinn. Ég hef engan áhuga á þessum kosningum í ár. Þetta eru leiðindarkosningar. Báráttumáĺin eru leiðindi. Fólkið í forsvari fyrir flokkana eru leiðindi. Mér þykir alltaf vænt um hann Steingrím minn J. Sigfússon, og hans flokk, en hinir flokkarnir vekja upp í mér óhug. Ég sé engan mun á Samfylkingu og Framsókn. Þeir eru hvor um sig flokkar gersamlega vangefnir frá fæðingu. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einu sinni þess virði að ég bloggi um hann. Mér er sama um hvaða vegur í borginni verður malbikaður og hvort flugvöllurinn verði settur í endaþarmsop. Ég kýs, en ég kýs vinstri græna, bara vegna þess að Steingrímur er krúsídúlla. Segið svo að ég sé ekki málefnalegur.

2 thoughts on “Grouphug”

  1. Já Steingrímur er krútt..algjör moli, mig langar að eiga hann 😉
    ..en hvað ég kýs, veit ekki.
    Dagur pirrar mig.
    Stefán Jón líka.

    Ef ég fæ að eiga Steingrím, þá kýs ég vinstri græna .

Comments are closed.