Hammari

Rúnar Jensen er hvorki aukvisi né eftirbátur. Hann er tildæmis ekki viðurstyggð eins og hann ______________ svo ekki sé talað um ___________, sem er algert ógeð. Hann er þvert á móti alveg sérstakt eintak af krúsídúllu. Rúnari er margt til listanna lagt. Hann leggur af mikilli alúð stund á garðyrkju. Er fyrirtaks kokkur og fyrsta flokks eiginmaður. Hann er höfðingi heim að sækja og yndislegur vinur. Ég vildi óska að ég væri núna í Memphis að halda upp á afmælið hans Rúnars.

Til hammara með ammara elsku besti Rúnar minn Jensen!

One thought on “Hammari”

  1. Siggi þér eruð örlátari en ég á skilið, en dagurinn hebbði verið fullkomnaður ef þér hefðuð heiðrað mig með nærveru yðar, en fyrirgefið mér að ég skyldi engu að síður hafa notið dagsins þrátt fyrir yðar fjarveru. Yðar í undirgefni, Rúnar

Comments are closed.