Transamerica

Um þessar mundir lifi ég fátæku félagslífi. Ég er þó sæll og ánægður eins og ég er þekktur fyrir um víða veröld. Af þessum orsökum tók ég til við kvikmyndagláp á þessu prýðilega föstudagskvöldi. Ég horfði á myndina Transamerica og vill ég mæla ríkulega með henni. Myndin segir sögu manns sem bíður þess að gangast undir kynskiptaaðgerð. Hann honum gersamlega að óvörum kemst að því að hann á son á betrunarheimili í New York og ákveður samvisku sinnar vegna að koma honum á réttuna. Rétt eins og mig langaði til þess að gerast hommi eftir að ég sá Brokeback Mountain, langaði mig að sama skapi að láta sarga undan mér tólin eftir að hafa horft á þessa mynd. Ég er mjög áhrifagjarn einstaklingur og ætti að gera lítið af því að horfa á kvikmyndir. En mynd þessi er sérstaklega falleg. Hún er sönnun þess að sumir eru nokkuð vel staðsettir í kvikmyndageiranum. Reyndar orðið frekar sjaldgæft að ég sjái almennilega mynd, en þessi er þar á meðal. Megnið af þessu er ekkert minna en sorp og stundum nær það ekki einu sinni þeim gæðastaðli.

2 thoughts on “Transamerica”

  1. Þér eruð iðinn við bloggeringar þessa dagana og gleður það oss svo sannarlega. Aukin félagsleg einangrun = aukið blogg.

  2. it was and is a beautiful movie!
    i miss siggi must see him soon
    i hope we will be in iceland and then you will come back to memphis and then we will come back to iceland and of course we will watch transamerica together!!!
    hope you are well 🙂

Comments are closed.