Hátíð í bæ

Þessa vikuna held ég hátíðlega svokallaða ólundardaga. Ólundardagar er kærkomin tilbreyting frá öðrum dögum ársins, þegar ég er án undantekninga hamingjusamur, glaður og frjáls. Það kann að hljóma einkennilega, en það að vera í “sound of music” skapi daginn út og daginn inn, getur verið þreytandi til lengdar. Þetta óeðlilega og jafnframt afbrigðilega ástand útheimtir það af manni að maður sé alltaf síbrosandi eins og fjandans fáviti öllum stundum.

Það að brosa frá morgni til kvölds er lýjandi, bæði fyrir sál og líkama. Ólundardagarnir eru mér þar af leiðandi ákaflega kærkomnir þessa önnina. Ég get nú, án þess að hafa af því frekari áhyggjur – spýtt framan í fólkið sem ég að öllu jöfnu brosi til.

Það er búið að skríkja í mér í næstum ár og nú er þetta komið gott. Nú brosi ég ekki meira, nema að rökstyðja það áður; þá helst í bundnu máli. Ólundardagar fyrir mér er eins og kaupa mér dekurdag í baðhúsi, þar sem ég fæ skrúbb, skrap, naglalakk og ristilskolun. Ég er í kjölfarið endurnærður, og get haldið ótrauður áfram að ljúga að fólki að allt sé í gúddí.

3 thoughts on “Hátíð í bæ”

  1. Sigurður..Enn og aftur hefuru sannað það fyrir mér af hverju þú ert hetjan mín!
    Hver þarf að vera “hress” þegar maður á vin eins og þig…

    Njóttu þess alltaf að vera mannlegur..

  2. ciao Gummilato, mh? wondering wondering… meanwhile lalala’

Comments are closed.