Karlmenn

Til eru hin margvíslegustu netsamfélög. Hver og einn ætti að finna sér eitthvað við hæfi, hvað svo sem viðkomandi hefur áhuga á. Kynbræður mínir í svona netsamfélögum gera mig óneitanlega stoltan yfir því að vera karlmaður. Ég skil ekki afhverju, en það virðist eiginlega vera alveg sama hvaða netsamfélag er stundað, hvort sem það er áhugasamfélag um speltbakstur eða eitthvað netverk í ætt við myspace, alltaf skal einhver auminginn setja mynd af typpinu á sér í prófíl.

Hann skrifar stutta lýsingu um sjálfan sig, hverjar eru uppáhaldsbækurnar hans, eftirlætis kvikmyndir, tónlistarsmekkur, trúarbrögð og svo skilar hann inn mynd af typpinu sínu, helst þá eins hressu og það mögulega verður.

Prófíllinn gæti þá litið einhvern meginn svona út:

“Ég hef áhuga á músik með Dúmbó og Steina, hef alltaf haft gaman af Bob Moran bókunum. Fannst Forest Gump æðisleg, sérstaklega atriðið þarna í gosbrunninum. Er Kaþólikki. Hress og umhyggjusamur, elska dýr og Húsdýragarðinn. Hér gefur svo að líta mynd af typpinu mínu, sem ég tók eitt kvöldið þegar mamma var sofandi!”

Það segir sig sjálft að viðkomandi færi umsvifalaust í flokkinn bloggvinir.

2 thoughts on “Karlmenn”

  1. prósenta karlmanna sem flagga skaufanum á sér í slíkum samfélögum hlýtur nú samt að vera miklum mun lægri en prósenta þeirra kvenna sem þarf sífellt að trana mjólkurkirtlunum á sér fram, og þá sérstaklega ef þeir hafa verið fylltir kísil!

    Svona er mannskepnan föst í forapytt neðribyggða, sei sei!

  2. Ertu þá með þessu að segja að ég sé með ljótt typpi?

Comments are closed.