hnakkar

Ég sat á kaffihúsi, eins og svo oft áður. Ég var búinn að taka þá ákvörðun að draga mig gersamlega í hlé, en virðuleg frú Sigríður nauðaði í mér, þangað til ég lét til leiðast og hélt með henni á vit ævintýranna. Þar sem við sátum og drukkum kaffilaði, varð ég þess áskynja að á næsta borði höfðust við tveir til þess ætlaðir hnakkar. Þeir ólíkt mér og hórunni, voru skornir, massaðir og alveg óaðfinnanlega fínir í taujinu. Þeir báru sig mannalega, og hefur sjálfsagt liðið eins og ekkert væri þeim ómögulegt, þar á meðal að tækla allar þær tjellingar sem voru á nærliggjandi borðum. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu, því alveg ófyrirséð reif ég undan jakka mínum, afsagaða haglabyssu. Ég spratt á fætur og stökk að borðinu þar sem þessir tveir herramenn sátu, og rétt áður en ég skaut af þeim hausinn, sagði ég kalt og yfirvegað: Þið tæklið ekki fleiri tjellingar í þessu lífi. Hávaðinn ætlaði mig að æra er ég tók léttilega tvisvar í gikkinn. Þar sem áður sátu tveir hnakkar með aflitað hár, voru blóðslettur og heilatæjur. Ég lét haglabyssuna síga. Vandræðaleg þögnin var rofin þegar allir á kaffihúsinu hófu að klappa fyrir mér. Ég hneigði mig, og veifaði gestunum. Ég settist því næst aftur við borðið mitt.
Ekki leið á löngu þangað til þjónustustúlkan kom hlaupandi með franska súkkilaðitertu. Ég rétti fram höndina í mótmælaskyni og sagði glaðbeittur: Nei, takk mín kæra, ég er í megrun. Ég var ánægður og sáttur með sjálfan mig. Þvílík sjálfstjórn. Einhvern tímann, hefði ég skóflað þessari tertu í mig umhugsunarlaust.

9 thoughts on “hnakkar”

  1. Samkvæmt grófasta fraudisma, er þýðing a þessum dagdraumi þinum afar einföld..

    Byssann er táknræn fyrir reður og skotin fyrir sáðlat. Hnakkarnir presentera löngun þina til kynhverfu, sem frú sigríður presenterar afturhald og afneitun frá. Fagnaðarlæti allra viðstaddra, tákna léttin við að koma úr skápnum.
    Aftur a móti táknar súkklaði kakann, dálæti þitt á sjalfsfróun sem þér enhverra hluta vegna í seinni tíð, hafið lagt óbeit á.
    Skýringin á óbeitini er líklega súkkulaðið sjálft, og frú sigriður sem presenterar skápin og gömul og afturhaldsamar kreddur, fordóma, og gildi.

    Ja mar Fraud var svoldið með etta segja menn..

  2. Sennilega hefur Dr. Jung á réttu að standa, því allt lífshlaup okkar hefur jú að gera með kynferði og alla hegðun á vissan hátt hægt að heimfæra sem kynhegðun, sumir bara haga sér betur en aðrir.

    annars get ég sagt ykkur eitt og annað um ástina og lífið sjálft gegn eins og einum kaffibolla og feitri sneið af súkkuköku!

  3. Siggi þú ert frábær 🙂

    kakann=rúnk… “Dr. Jung” stundar rúnk eflaust mjög ótæpilega. Kann í það minnsta ekki að beygja orðið kaka. Hversu leim er það?

  4. Við skulum ekki allveg missa okkur i miðaldra kellingar meðvirkni magga min þo mar taki kaldhæðið a kenningum frauds i gamansömum ton

  5. Siggi, ég einfaldlega ELSKA þig.
    Grét af hlátri og er afar stoltur af þér fyrir sjálfstjórnina þarna í lokin.

Comments are closed.