Hórköttur

thorkatla_upp_i_rumi.jpg

Í morgun vaknaði ég ákaflega leiður yfir að eiga ekki Range Rover jeppa. Ég lá undir sæng í góða stund og íhugaði hvernig mér hefur mistekist að eignast allt draslið sem gott þykir að eiga, til að geta gengið um götur borgarinnar keikur og tígulegur. Ef ég ætti Plasma, væri ég ekki svona vansæll, hugsaði ég. Ég var truflaður í þessum andlegu vangaveltum mínum, af kettinum fallega, henni Þórkötlu.

Þórkatla, hefur litlar áhyggjur af því hvernig bíl skaffari hennar á. Henni er nokkuð sama þó húsbóndi heimilisins, fari í vont skap og éti mublur til að ná sér niður. Þórkatla elskar Sigga sinn Bang Bang, svo fremi sem hann sér henni fyrir túnfisk og kattagúmmilaði. Hreinni ást hefur ekki til þessa, fundist í Þingholtunum. En Þórkatla elskar ekki aðeins mig og mig einan. Þórkatla er það sem kallast á fræðimáli: hórköttur. Hún heldur til þar sem maturinn er bestur. Ég þarf því að hafa mig allan við að bera í hana kræsingar búnar til úr ferskasta og besta hráefni sem til er á matvælamarkaðnum. Því ef ég ber á borð stökkbreytta kattakæfu frá Ameríku, verður hún afundin og hótar að finna sér annan samastað. Þá geri ég mér stundum ferð, jafnvel seint að kveldi, til að kaupa eitthvað sem hæfir ketti af hennar kyni betur. Gvuð einn veit, að það síðasta sem ég vill, er að vita af henni Þórkötlu minni, étandi svínasteik hjá ríðurunum hérna á hæðinni fyrir ofan. Maður veit aldrei hvernig ríðarar koma fram við blessuð dýrin. Ég sá einu sinni mynd………………….

One thought on “Hórköttur”

Comments are closed.