Nágrannar mínir á Óðinsgötu

[MEDIA=120]

4:10AM
Þess ber að geta að það er ekki vindurinn sem feykir gardínunni til og frá, og að
um miðbik klippunnar er ekki verið að stinga prjóni í kött.

Hvernig nýju nágrannarnir mínir komust að því að ég elska ekkert meira en að hlusta á 4 non blondes, Bubba Morthens, Kizz, píkuskræki, slammdans – til að ganga 5 á sunnudagsmorgni, fæ ég ekki skilið. Þau hljóta að lesa mig eins og opna bók, þegar ég mæti þeim, þar sem þau standa reykjandi í hurðargættinni. Eftir erfiða vinnuviku, veit ég ekkert betra, en þegar kærleiksríku heimili mínu er breytt í vígvöll skrækra viðbjóðslegra unglinga, sem eru eins og klipptir út úr Larry Clark mynd. Það er svo afslappandi og endurnærandi fyrir róstursamt tilfinningalíf mitt. En ég hef í hyggju að launa þeim vinsemdina í minn garð. Ég veit það nefnilega fyrir víst að þau dýrka að hlusta á mig æfa klarinettuleik. Ég hef því hljóðritað æfingarnar og ætla að spila þær meðan ég bregð mér í pönnukökuát til vina minna. Þarna er mér rétt lýst – alltaf að reyna að koma að gagni í þessari dásamlegu tilveru.

6 thoughts on “Nágrannar mínir á Óðinsgötu”

  1. Þú gætir líka farið að spila á sekkjapípu til að fæla þau í burtu, kannski það myndi líka virka á kanínurnar á efri hæðinni.

  2. Hryllilegast er víst að hlusta á einhvern æfa sig á fiðlu, það drepur alla löngun til mökunar. Kannski ég setji strengi á níðstöng og spili á hana.

  3. Ég sem hélt alltaf að þetta væri bara eitt sett af nágrönnum. það er s.s. sótt að þér frá báðum hliðum.

  4. ég á eitt gamalt húsráð handa þér minn kæri, Hringja á löggjafavaldið og ef það ekki dugar, ríporta þetta til húseigandans, svona hegðun er nefninlega með öllu ólögleg…. a.m.k hérna í efri byggðum.

  5. Vaááááááá hvað ég er ánægð með þig núna kæri iggiiggiangang! JÁ! Æfa á klariettið eitthvað frekar erfitt og þreytandi lag og setja það svo á, HÁTT, á laugardags eða sunnudagsmorgni. Klukkan níu. Svo auðvitað að hringja aftur og aftur í lögguna. Aftur og aftur Siggi… og ekki láta neitt stoppa sig. Ekkert.

    Siggi uppáhalds.

Comments are closed.