Hvað er í gangi með hvað er í gangi?

“Hvað er í gangi?” telur 81,000 niðurstöður þegar leitað er á google án skilyrða. Sé leitin framkvæmd þannig að hún skili einungis niðurstöðum fyrir blog.is eða moggabloggið, fást 30,500 síður. Athyglisvert, ekki satt.

Við hvaða aðstæður eru þessi haglega röðuðu orð notuð jafn óhóflega og google ber vitni um? Ég veit að þegar ég í móðursýkiskasti garga hér innan veggja heimilisins: Hvað er í gangi? – er kötturinn minn yfirleitt búinn skeina loðinn rassinn sinn á nýþvegnu baðherbergisgólfinu. Ég verð sár og móðgaður og spyr sjálfan mig tilhvers í andskotanum ég er að eiga kött, ef hann þakkar fyrir sig með að breyta húsi mínu í eitthvað sem lítur út eins sambýli fyrir geðfatlaða. Það hvarflar ekki að mér þegar “Hvað er í gangi?” gállinn er á mér, að kisinn minn eigi í erfiðleikum með hægðir og að þá erfiðleika megi að öllum líkindum rekja til að ég gef honum of mikinn blautmat.

En við aðstæður keimlíkar þeim er ég lýsi hér að ofan, ímynda ég mér að fólk noti ótæpilega: “Hvað er í gangi?” Sá er grípur til þessarar upphrópunar finnst á sér eða sínum brotið og ákveður að móðgast persónulega eða fyrir hönd þeirra sem um er rætt. Hann telur að einhver skuldi einhverjum útskýringu. Að einhver eigi að gera eitthvað í einhverju. Helst þó einhver annar en hann sjálfur.

Eftir að hafa hrópað yfir sig: “Hvað er í gangi?” – finnst honum, hann örlítið heilbrigðari fyrir að koma auga á hvað mætti betur fara. Hann upplifir að hann sé betur áttaðri um hver hann er og hvaða tilgangi hann þjónar í tilverunni. Þóttafullur lygnir hann aftur augunum og andvarpar um leið og þægileg tilfinning skýtur upp kollinum: “Ahhhhh, ég hef rétt fyrir mér. Ég er frábær, þau eru fífl.”

En sú tilfinning er ekki komin til að vera.

9 thoughts on “Hvað er í gangi með hvað er í gangi?”

  1. Ég á við nákvæmlega þennan streng:”Hvað er í gangi?” en hann kemur ekki fyrir nema í þessari færslu á þessu vefsetri. Færslur þar sem orðin: hvað, er, í og gangi – koma fyrir, er varla það sama er það?

  2. Já þetta voru herfileg mistök af minni hálfu ég fattaði það um leið og ég þrýsti á “Submit Comment” hnapinn en þá var það vitanlega um seinan.

    Kannski ég drepi mig bara

  3. Já, þarna hljópstu á þig Pétur með joði og nú verður þú að deyja. Mig tekur það sárt, en svona eru bara reglurnar.

  4. Það er ég sem fæ ótímabært sáðlát á baðherbergisgólfið. Kötturinn er geldur.

Comments are closed.