Martröð á Fossagötu

Í nótt sem leið dreymdi ég að einhver hefði hoggið af mér hausinn með myndarlegri sveðju. Ég man ekki mikið eftir atvikinu sjálfu, þannig að ég get ekki sagt til um hvers vegna einhverjum fannst ég þurfa að verða höfðinu styttri.

Kannski var það einhver lesandi þessarar síðu?

Þegar ég kemst til meðvitundar í draumnum, hefur einhver tekið hausinn minn, skellt honum á strjúpinn og járnabundið hann á nokkrum stöðum. Þó ekki betur en svo að ég mátti ekki halla höfðinu of mikið aftur eða til hliðanna, þá gapti á milli þar sem hausinn var reyrður niður og var mér hollast að rétta hann af ef ég vildi ekki að hann rúllaði í götuna.

Þegar ég vaknaði íhugaði ég hvað í andskotanum þessi draumur ætti að fyrirstilla. Það fyrsta sem mér kom til hugar var að ég væri kannski að fara að deyja á næstu dögum, en þegar ég hugsa það aðeins betur tel ég það af og frá – ég er nefnilega nokkuð viss um að ég þurfi að hanga hér mun lengur en ég kæri mig um. Það var svo ekki fyrr en í kvöld að ég áttaði mig á að draumurinn væri fyrirboði þess að ástin er leiðinni í bæinn. Guð hjálpi mér! Þá er nú betra að vera dauður.

10 thoughts on “Martröð á Fossagötu”

  1. Dreymdi þig þetta eftir vel heppnaðan rækjusalatsmaska m/funheitum miðstöðvarofnum?

  2. Hmmm las þetta á draumur.is
    Að dreyma sjálfan sig eða aðra dauða er sagt vera fyrir langlífi. Sumir segja það boði ógiftum giftingu.

    Þannig að aldrei að vita nema ástin fari að banka á dyrnar þínar.

  3. Þú verður nú að fara að ákveða þig maður hvort þú ætlar að vera talsmaður ástarinnar eða andstæðingur!

  4. Þetta hlýtur að hafa verið ég, fyrrverandi járnamaðurinn sem hjó af þér hnappinn 😉

    En ástin er lævís vinur og vonandi finnur þú hana sem fyrst,sársauki er ástand sem venst furðuvel 😉

  5. Nú elskar þú sjálfan þig afar mikið háttvirtur Addó, er það sú ást sem þú ert að vísa til að valdi þér þessum sársauka öllum?

    En talaðir þú annars ekki síðast hvernig var það?

  6. Í draumaráðningabókinni minni þá veit allt blóðbað á mikla fundasókn

  7. Hausinn hogginn af =
    Þetta er allt í hausnum á manni og þegar búið er að höggva hann af er fátt annað að gera en að leita að einhverju öðru til að styðjast við.

    Járnabindingin= Afskaplega örvæntingarfull leið til að halda í það sem var. Breytingar eru ógnvekjandi og um að gera að forðast þær í lengstu lög.

    Í stuttu máli: Það eru óumflýjanlegar breytingar framundan. Sættu þig við þær og afþakkaðu einhverjar skítareddindar sem hafa þann eina tilgang að gera þér auðveldara að ríghalda í eitthvað sem þú þarft að hrista af þér til að komast þangað sem þú getur sætt þig við að vera.

    Njáll biður að heilsa.

Comments are closed.