Hvar ertu nú?

[MEDIA=97]

Þetta æðisgengilega lag Gunnars læknis bergmálar í hausnum á mér. Þess ber að geta að mér og mínum vinum finnst Óttar Proppé kynþokkafyllstur allra karlmanna á Íslandi; Megas fylgir honum fast á eftir.

5 thoughts on “Hvar ertu nú?”

  1. Mjög hressandi lag og greinilega hressandi blogg hér á ferð.

  2. Mér finnst Óttar Proppé án vafa einn alljótasti poppari landsins og gríðarlega tilgerðarlegur í öllu fasi, en fokk hvað hann er brilliant tónlistarmaður.

    Lagið hefði einfaldlega átt að vinna.

  3. Baddi.

    Hann Óttar er mjög langt frá því að vera tilgerðarlegur. Hann þekkti ég þegar búðir voru lokaðar á Sunnudögum. Þegar enginn var heimabankinn og engum datt í hug að setja börn í bankaboli og hann þekki ég enn í dag. Óttar hefur alltaf verið eins og hann er og slíkt úthald í tilgerð hafa aðeins sýfillissýktir Frakkar -sem Óttar er ekki.
    Ég er viss um að þú þekkir hann ekki neitt. Því máttu halda þinni annars ágætu þverrifu í skefjum þegar það kemur að sleggjudómum um þennan prýðispilt.
    Hvað þig varðar þá finnst mér þú ágætur kæri Baddi litli. En þú ert samt enginn Óttar.

    Gleðileg jól!

  4. Ég tek undir með Margréti, ég hef þekkt Óttar í rúm 20 ár. Og það er örugglega hægt að segja margt um hann, en að hann sé tilgerðarlegur er algjört kjaftæði, hann er einn mesti öðlingur og húmöristi sem ég hef kynnst. Og svo kynnti hann mig fyrir Louis De Bernieres, nokkuð sem ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir.

Comments are closed.