Millilandafrumvarpið

siggi01150.jpg

Til eru tvær tegundir af fólki: Fólk sem er með millilandafrumvarpinu og fólk sem er á móti því. Skiptir einu hvort þú ert falleg/ur, auðug/ur, gáfuð/aður, eða hefur til að bera aðra mannkosti, ef þú ert með millilandafrumvarpinu ertu viðbjóður og svikari. Maðurinn á myndinni er á móti millilandafrumvarpinu, þess vegna er hann svona glaður. Nei, hann er ekkert skyldur Helgu Möller.

—————–

Í gær sat ég til borðs með miklu prýðisfólki. Við eyddum kvöldstund hjá miklum snillingi úr nágrenni uppvaxtarára minna, honum Boga a.k.a Bogarúllu-Bogi. Hann og fallega fjölskylda hans, reka veitingastað og ævintýra-spa sem heitir Hlið og er staðsettur í hulinni paradís á Álftanesi. Bogi ásamt fjölskyldu er á móti millilandafrumvarpinu.

15 thoughts on “Millilandafrumvarpið”

  1. Þetta er tekið úr Ofvitanum eftir Þórberg, sem er eftirlætið mitt þessa daganna. Hann flokkar fólk niður eftir hvort það sé með eða móti svokölluðu Millilandafrumvarpi. Þeir sem voru á móti Millilandafrumvarpinu, vildu að við öðluðumst sjálfstæði, hinir sönnu íslendingar, svo voru dönsku íslendingarnir, en þeir voru svikarar og studdu Millilandafrumvarpið, sem gekk út á meira af því sama.

  2. Ef einhver getur þó útskýrt betur hvað Millilandafrumvarpið gekk út á, þá væri það regulega skemmtilegt.

  3. Gaman að þú skulir marínera í Ofvitanum þessa dagana. Yndisleg bók sem ég hef velt mér upp´r oftar en tölu verður á komið.

    En af því að þú ert svo mikill snillingur, geturðu gert mér einn greiða? Fundið fyrir mig lagi I´ll be home for Christmas í hlutverki croonersins gamla, var það ekki Sinatra? Vantar þetta lag til að fullkomna jólafílinginn og útvarpsstöðvarnar spila einhverjar niðursuðuútgáfur. Mættir senda mér það í pósti eða skella því í spilarann nema hvorttveggja sé.

    Annars bara Gleðileg Jól gamli vin.

  4. ég er með öllu því sem þú ert á móti, og hvar er nú þetta sjáfstæði nú, við sluppum undan gjörspyltum íslenskum embættismönnum til að fá gjörspylta íslenska embættismenn til að stjórna okkur.

  5. Millilandafrumvarpið varð trúlega að því sem í dag er kallað Sambandslögin, samþykkt 1918 og má lesa betur um hér: http://is.wikipedia.org/wiki/Sambandsl%C3%B6gin

    Millilandafrumvarp nútímans er engu skárra. Bogi má ekki ráða þann sérhæfða starfskraft sem hann þarf út af skringilegheitum í útlendingalöggjöf sem býður Austur-Evrópuþjóðir velkomnar en segir um leið að engin þörf sé lengur hér fyrir Asíuþjóðir. Hér er gróf mismunun á ferð sem er spurning um hvort að stenst stjórnarskrá.

    Og Ágúst, við höfum þó sjálfstæði til að ráða auðlindum okkar og getum gert hverja þá samninga sem okkur lystir við hvaða ríki sem er án þess að þeir þurfi blessun frá Brüssel. Og embættismennir í Brüssel eru mun spilltari en hérlendis, endurskoðendur hafa neitað að skrifa upp á ársreikninga þeirra í yfir áratug, svo mikið er bruðlið.

  6. Þarf að lesa “Ofvitann” aftur – sem fyrst.

    Þó hafa valdir kaflar lifað góðu lífi í minninu:

    Ég nudda varla á mér augun að ég hugsi ekki um fraukuna af Seltjarnarnesi og áhyggjur Þórbergs af neftóbakinu.

    Mínar bestu óskir um gleðileg jól til handa þeim sem hingað venja komur sínar. Og svo fær stór-vesírinn sjálfur sérstaklega kossaþrungna og kærleiksmarineraða jólakveðju
    frá svínahirðinum og búpeningi hans.

  7. Siggi minn, ef þú veist ekki hver Guð er þá er bara að finna garðslönguna og blása honum út. Megas segir nefninlega að hann búi í garðslöngu og maður þarf ekki annað en að horfa á Megas til að sjá að þar fer maður sem veit sitthvað um almættið.

    Þegar guð er búinn að skjótast úr garðslöngunni geturðu yfirheyrt hann og komist að því hvaða karakter hann hefur að geyma. Sjálf held ég að hann sé feitur og síflissandi þannig að ef það reynist rétt þá kemur svona “plopp” hljóð þegar hann skýst út. Það verður gaman. Þá svo hátíðlegt er.

    🙂

Comments are closed.