Hvernig á að lifa af skammdegið #1

Ég ætla að gera vísindalega tilraun á sjálfum mér sem felst í því að hætta að fylgjast með fréttum í heila viku. Megnið af því sem birt er í fréttum er verðlaust niðurdrepandi rusl, sem kemur engum til góða, nema þeim sem hafa atvinnu sína af að búa til uppfyllingarefni fyrir fréttaveitur. Ég tek sem dæmi, nokkrar fréttir af formföstum og drepleiðinlegum morgunblaðsvefnum.

“Bush ætlar að skoða skógareldasvæðið í Kalíforníu”
Ég kemst vel í gegnum daginn án þess að vita hvað þetta djöfuls fífl gerir og segir.

“Bæjarráð vill kaupa 5% hlut í stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja”
Mér er andskotans sama um Vestmannaeyjar og Sparisjóðinn þeirra.

“Naumt tap gegn Dönum”
Ég hata fótbolta og Dani, svo þessi frétt gerir ekkert nema pirra mig.

“82 ára gömul brúður er látin”
82 ára gömul kona giftist 24 ára gömlum manni og geyspar golunni. Drepleiðinlegt og ógeðslega depressing.

“Kidman bætir á sig”

Jú, þetta gæti skipt sköpum fyrir mig og andlega heilsu mína. Ég má ekki til þess hugsa að Nicole Kidman verði að einhverju fituhlassi sem engum þykir vænt um.

“Leita móður fimm ára breskrar stúlku sem féll af hótelsvölum á Mallorca”
Ömurlegt, gagnslaust og niðurdrepandi.

“Hverjir stela mjólkurbrúsa?”
Nú garga ég!

“Zellweger segist vera sátt við að vera ógift”

Arggghhhhhhhhhh

Ég veit ekki um neinar fréttir sem kveikja í mér jafnmikið vonleysi og ömurð eins og linnulausar fréttir af Madeleine og foreldrum hennar. Hvað er búið að flytja okkur fréttir af þessu máli í langan tíma? Einni frétt of mikið. Ein frétt af þessu til viðbótar og ég kveiki í Óðinsgötunni.

Að láta af fréttum í viku er áskorun fyrir mig, því það heyrir til undantekningar að ég missi af fréttatíma. Ég er þó viss um að lífssýn mín verði mun fallegri fyrir vikið.

13 thoughts on “Hvernig á að lifa af skammdegið #1”

 1. Aaaaahaahaah..Sigurður, hér með hef ég gert þig að andlegum leiðtoga mínum…Og nei, ekki ætla ég að sökkva mér oní neitt það sem kemur mér og mínum ekkert við:)

  You made my night by the way*

  Mundu bara….Ef að skammdegið verður eitthvað erfitt að hafa það á bak við eyrað að þú ert andlegur leiðbeinandi minn þessa vikuna…Og ef að skammdegið er alveg að drepa þig geturu alltaf fundið eitthvað sniðugt til að kvarta yfir;)

  Knús*

 2. Ég hef fundið meðal við yfirborðsfréttamennskuóþolinu sem hefur lagst á mig eins og óværa.

  Ég er hætt að lesa mbl.is til að firra mig eitrunareinkennum sem brjótast fram þegar í ofanálag heimskulegra, illa orðaðra frétta fylgj með aulabrandarar og það sem verra er, athugasemdir fólks sem heldur í einlægni að það sé fyrir ofan tornæmismörkin.

  Ímyndið ykkur að fá blaðið inn um lúguna – útkrassað á spássíunum!!!!! Ég sé engan mun á því og athugasemdahrákunum.

  Ég mæli með því að hlusta á BBC world í bílnum og hlusta einvörðungu á fréttayfirlitið á RUV ef ekkert kemur fram þar sem maður þarf að vita meira um.

  Ég er búin að týna skiltinu sem ég útbjó með hjálp babelfish.com, þar sem ég fór þess á leit við blaðbera fríblaðanna á þremur framandi tungum, að þeir spöruðu sér sporin.

  Ég tek því dagblöðin með tveimur fingrum og hirði bara síðurnar sem eru með ritmáli og lágmarksbleki. Þær set ég undir sagið í naggrísabúrinu. Verð að játa að ég vel greinar af kostgæfni til að hafa efst…

  Kann einhver hér að skrifa: Lestu listann þinn, helvítið þitt! á erítresku?

 3. Þessu er ég sammála. Fréttir eru eiginlega engar fréttir. Þetta er bara ekkert merkilegt. Maður er orðinn svo sérhæfður í áhugamálum. Einu sinni hlustuðu allir á Bítlana eða Elvis og svo seinna Duran Duran eða Wham. Núna tekur því ekki að selja tónlistina sína á útgáfusamningi því það er ekki nema 10 manna hópur um hvern tónlistarmann. Sama með fréttirnar. Skoðarðu ekki Slashdot?

 4. ertu að reyna að fella sigga með því að vera að linka í morgunblaðsvefinn hérna herra Hetja?

 5. Gott framtak hjá þér, til lukku. Get vel ímyndað mér að veröld án frétta eins og þær eru settar fram í dag sé betri veröld að lifa í.

  Annars eru fréttir af stórslysum mínar ær og kýr. Kannski ekki skrítið í mínu tilfelli en mér líður hálfvegis eins og ég hlaupi á eftir sjúkrabílum.

 6. Ef þunglyndið er að drepa þig þá ertu velkominn til mín, ég get púllað nokkra yfirmannsbrandara, eða jafnvel einn Einar til að bjarga deginum, svo get ég sagt þér frá því hvernig maður konfígúrar prentsörver ha ha ha

 7. Ágúst, þú hefur enga sál, hjá þér er engin hjálp né hlíf. Ég kann prýðisvel við þig.

 8. Fréttir? Já, ógeðslegar. Nema fallega fréttin af 101 árs konunni sem tók þátt í tískusýningu í gær. Hún var svo falleg og hamingjusöm. Eins og Leni Riefenstahl í Súdan eða Leni að kafa með Horst.

  Annars er best að fylgjast sem minnst með þessum svokölluðu fréttum. Þær eru flestar um vold, mord og modbydelighed og á endanum finnst manni heimurinn hryllingsstaður “að vera á”, en ekki öruggur staður “að vera á” eins og Brimborg.

  Málið er bara, eins og Aldous Huxley talaði um í einhverri ritgerð, að það er svo auðvelt að fá boðefnakikk út úr fregnum af hryllingi eða slúðri. Slíkar fréttir setja víst eitthvað af stað innra með okkur sem lætur okkur líða oggu “betur” með eigið ástand og þessvegna telst það allt saman til frétta að ill gangi hér eða þar.

  Svo má líka athuga að flestar “fréttir” eru sérlega male óríenteraðar, og fjalla því um “loðnu” afla, dow jones og nasdaq… eða eitt núll fyrir manchester… döh.

  Lífsharmurinn félagi! Lífsharmurinn! Heimsbölið!

  Ég styð afneitun og að horfa framhjá. Þarf sjálf að fara að einbeita mér að slíku áður en ég geng amok og kaupi mér AK47. Pálmatré og kanínur eru það sem koma skal.

  (shit en langt komment!)

 9. Hvernig gengur frétta bindindið ? Þetta er svo rétt hjá þér! Geri bara slíkt hið sama … á stundinni.

  Hvað meinarðu á forsíðunni ???
  Fæðingarhálfviti hefur þú aldrei verið, skrítinn á stundum, en aldrei fæðingarhálfviti.

  kv.
  þinn bróðir

Comments are closed.