Í fjárhagslegri sóttkví

Í nútímasamfélagi(þetta er góð byrjun á pistli sem dreymir um að vera tekinn alvarlega) þykir gott að takast á við vandamál með að breyta vandamálinu í sjúkdóm. Eftirköst brjálæðislegrar eyðslu einstaklinga og fyrirtækja undanfarin ár, má nú líta á sem veikindi. Sama fólk og eyddi frítíma sínum með skyndibitaútroðinni fjölskyldu í Kringlunni kaupandi meira drasl til að troða upp í tómarúm tilveru sinnar, getur nú sameinast um að vera fjárhagslega veikt, enda þægilegra að vera veikur á eyju sem sett hefur verið í fjárhagslegt sóttkví, en að játa að maður sé fokking fáviti fyrir að eyða um efni fram. Meira að segja hugsandi fólk, fólk sem tók ekki virkan þátt í gleðskap auðlífsseggja, talar nú innilega um fjárhagslega heilsu sína. Að sjálfsögðu var það fjármálafyrirtæki(eitt af þeim fáu sem ekki er farið á hausinn) sem varð til að sjúkdómavæða fjárhag landsmanna með að setja af stað herferð sem auglýsir viðbrögð við þessum nýtilkomna sjúkdómi. Og viti menn, nú þykir jafn töff og sniðugt að tala um fjárhagslega heilsu og um skjaldborgir, Freudian slip, kreppuklám, eða hvaða hugtök sem við kjósum að apa upp eftir hvoru öðru í örvæntingafullri tilraun til að koma orðum yfir fyrirbæri sem við vitum ekki enn hvað er, eða kemur til með að verða.

2 thoughts on “Í fjárhagslegri sóttkví”

  1. Féheilsa, er það ekki nokkuð gott orð, þ.e. ef maður er ekki bóndi að tala um rollurnar,

Comments are closed.