Jólamynd 1984

[MEDIA=191]

Ég kemst alltaf í reglulega gott jólaskap þegar ég heyri þetta lag. Ég veit ekki nákvæmlega afhverju, en ég elska hvernig þeir, sem útsettu lagið, nota fade-in í byrjun. Það er eitthvað svo töfrandi við það. Enn þann daginn í dag fæ ég gæsahúð og fyllist barnslegri fortíðarþrá. Ég var 14 ára árið 1984. Ungt og óflekkað barn guðs. Myndbandið er þó óttalega hallærislegt og söngvarinn skelfilegt tískuslys, eins og flestir voru á þessum tíma, þar á meðal undirritaður.

14 thoughts on “Jólamynd 1984”

  1. Ég elskaði þessa mynd og horfði á hana 300.000 milljón sinnum.

  2. Áttu nokkuð mynd af þér frá þessum tíma til að deila með okkur?? Væri gaman að fá að sjá hvernig tíska þessa tíma fór með þig.

  3. Já, það er spurning Tryggvi. Ég man ekki eftir neinni mynd, en það er þó hugsanlegt að einverjir lesendur þessarar síðu eigi í hirslum sínum mynd af mér frá þessari tíð. Ég var ægilega skæs. Krullhærður, með strípur og sítt að aftan. Eyrnalokk í hægra eyra. Svo átti ég hvítan síðan frakka, sem fékk hræðilega útreið áramótin 1985-86. Ég sé ennþá eftir honum.

  4. Las bókina fyrir ekki svo mörgum árum síðan, man að ég bæði hló og grét. Ég fíla það við bækur.
    Limahl var alveg hræðilegur á þessum tíma, hef ekki séð hann nýlega, en lagið er frábært.
    Áttu myndina Siggi? Væri mikið til í að finna hana einhversstaðar og horfa á hana með Jónatani syni mínum, hann myndi án vafa fíla hana í botn.

  5. Sá hana í Sambíóinu í Álfabakka vill ekki sjá hana aftur það skemmir minninguna. Held að Limhal hafi verið og sé hommi, allavegna er hann með frekar hommalega greiðslu

  6. ótrúleg mynd alveg! En nú þarf ég að hlusta aftur á lagið. Er það þyturinn sem togar í mann?

  7. Takk fyrir þetta Sigurður. Ég var alveg búinn að gleyma þessari perlu. Það er eitthvað mystískt við 1984. Ég man eftir síða frakkanum. Það er eftirsjá að honum.

  8. Ég sá þessa mynd aftur fyrir stuttu, sé eftir að hafa gert það. En verst þykir mér að hafa ekki séð þig í frakkanum góða.

  9. Vá, ég fór á eitt stærsta nostalgíutripp ævi minnar rétt í þessu eftir að hafa horft á þetta gamla góða myndband. Meeeemoriessssss.

Comments are closed.