Kvikmyndir

Það gerist æ oftar þegar
ég reyni að horfa á bíómyndir að ég endist ekki myndina á enda. Ég hugsa að þetta sé bein afleiðing þess að ég henti sjónvarpinu mínu á haugana fyrir rúmum fjórum vikum síðan. Ég hef þó einstaka sinnum verið inn á heimilum þar sem sjónvarpið er í gangi og mér finnst það athyglinnar vert hversu stutta stund það tekur mig, þar til ég er farinn að fylgjast með nánast hvaða rusli sem er af miklum ákafa. Ég er því kominn á þá skoðun að sjónvarpskassar eru frá andskotanum
sjálfum. Ég horfi hinsvegar ennþá á fréttatíma RUV, en læt NFStuð fréttastöðina alveg í friði, enda sérhæfa þeir sig í neikvæðri æsifréttamennsku. Fréttamennsku sem fær mann til að missa
algerlega trúnna á mannkyninu. Umfjöllun um fólk þar sem allir eru illa innrættir og engum gengur gott eitt til. Nóg um það, hef skrifað áður blog um NFStuð. Myndirnar sem ég hef reynt við eru Separate Lies og Where the truth lies . Ég hef satt best að segja ekkert um þessar myndir að segja nema það að þeir eru báðar tvær alveg sérstaklega niðurdrepandi. Sú hin fyrri fjallar um framhjáld konu bresks kaupsýslumanns.

Mannfýlan kemst að því að kerlingarhróið er að halda framhjá, en vill gera gott úr öllu, þangað til að konan og vel köttaða reiðhrossið eru nánast farinn að gera dodo fyrir framan hann.
Sjísus kræst. Afhverju fer manntruntan ekki bara frá sígraðri konu sinni, selur húsið og flyst til Madeira eða eitthvert, hann gerir sér allavega enga grein fyrir því að hann kemur ekki lifandi
frá þessu lífi. Halda í ótrúa kellingu, svo hann geti drepist bitur og ófullnægður.
Fuss og svei.
Sú hin seinni, er ömurleg sakamálasaga eða eitthvað. Kevin Bacon leikur gyðing í þessari mynd. Hugsunin um að einhver sem ber eftirnafn eins og Bacon leiki gyðing er ekkert minna en forkastanlegt. Nóg af dópi og lausgirtum gleðikellingum. Tilhvers? Afhverju er þetta
spennandi. Mér finnast einhver celeb, dópuð og drukkin ekkert skemmtilegt. Mér finnst reyndar dóp og drykkja alveg sérstaklega ömurlegt viðfangsefni.
Ég sé það best út um gluggann hjá mér um hverja einustu helgi hversu aðlaðandi það er. Prúðbúið fólk búið að míga í sig og geltandi eins og dverghundar.

5 thoughts on “Kvikmyndir”

  1. Fínt blogg, ég hló samt ekkert upphátt. Það er líka vegna þess að ég er með jafn lélegan húmor og ég er ljót. Nýja útlitið á síðunni er líka fínt, fannst hitt frekar ömurlegt. Núna er ég að borða hummus og hitt stuffið, elska svona afganga. Takk fyrir mig.

Comments are closed.