Kynþokkafull rödd

Það hefir verið orðað við mig að þegar ég kveð mér til hljóðs, þá hljómi ég eins ég sé rammöfugur. Mér persónulega er nokkuð sama þó fólk dragi þá ályktun út frá talanda mínum. Ég er og hef verið í tilvistarkreppu sem spannar alla liti regnbogans, en ég veit fyrir víst hvort kynið ég aðhyllist. Staðreyndin er sú að það er dagamunur á hvernig ég hljóma. Ég á til nokkuð marga persónuleika, og hvaða persónu ég vel mér að vera, fer algerlega eftir veðri og vindum. En oftast þá hljóma ég eins og samkynhneigð dramadrottning á barmi taugaáfalls. Eftir ábendingu vina minna, hefir mér komið til hugar, að mér gangi illa að ganga út, sökum þess hvernig ég hljóma. Ég hef því hafið æfingar fyrir framan spegil í karlmennsku. Röddin sem ég er að reyna að líkja eftir, er rödd Ingibjargar Sólrúnar, því ef það er einhver rödd sem geislar af kynþokka og karlmennsku, þá er það röddin hennar. Svo er að bíða og sjá, hvort ég með þessari raddbeitingu finni ekki ástina djúpt í rassaboru 101 Reykjavík.

6 thoughts on “Kynþokkafull rödd”

  1. Óska eftir að komast í kynni við heyrnarsljóa/-lausa konu á giftingaraldri.
    Málleysi engin fyrirstaða…

  2. Ógleymanlegt er viðtal við Jarmila Kratochvílová hlaupadrottningu. Eftir það langaði mig að vita hvaða rakspíra hún notaði til hvunndags.

  3. Þarft að fara að hugsa útfyrir 101 Reykjavík elskan mín

  4. Líka kannski hugsa um litla puttann þegar þú sýpur á Latté-nu – þá ertu orðinn masculine and good to go!

  5. Ha? Ingibjörg Sólrún?!? Áttirðu við Gunnar Birgisson? Næsti bær…

Comments are closed.